Georg 6.

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Georg 6. Bretlandskonungur)
Skjaldarmerki Windsor-ætt Konungur
Bretlands og Írlands
og breska samveldisins
og keisari Indlands
Windsor-ætt
Georg 6.
Georg VI
Ríkisár 10. desember 1936 -
6. febrúar 1952
SkírnarnafnAlbert Frederick Arthur George
Fæddur14. desember 1895(1895-12-14)
 York Cottage í Norfolk
Dáinn6. febrúar 1952 (57 ára)
 Sandringhamhöll, Norfolk, Englandi
GröfÍ kapellu heilags Georgs, Windsorkastala
Konungsfjölskyldan
Faðir Georg 5.
Móðir María af Teck
DrottningLafði Elísabet Bowes-Lyon
BörnElísabet 2. drottning (f. 1926)
Margrét Rós (f. 1930),
greifaynja af Snowdon

Georg 6. (Albert Frederick Arthur George Windsor) (14. desember 1895 - 6. febrúar 1952) varð konungur breska heimsveldisins og keisari Indlands þann 11. desember 1936 og ríkti til dauðadags. Hann tók við völdum er eldri bróðir hans, Játvarður 8. afsalaði sér konungdómi til þess að geta gifst unnustu sinni, en hún var fráskilin. Georg var síðasti keisari Indlands (til 1947) og síðasti konungur Írlands til 1948, er Írland yfirgaf heimsveldið. Hann var þriðji breski konungurinn sem notaði nafnið Windsor, en faðir hans, Georg 5., tók það upp.

Georg VI fæddist í York Cottage í Norfolk. Foreldrar hans voru Georg prins, hertogi af York (síðar Georg V konungur) og kona hans María hertogaynja af York (síðar María Bretadrottning). Föðurforeldrar hans voru Játvarður prins af Wales, síðar konungur, og kona hans Alexandra prinsessa af Danmörku og síðar drottning. Móðurforeldrar Georgs voru Francis prins og hertogi af Teck og María Adelaide prinsessa af Cambridge.

Hann giftist 26. apríl 1923 og var kona hans Lafði Elísabet Bowes-Lyon. Hún taldist til almennings samkvæmt reglum hirðarinnar, þó svo að hún væri afkomandi bæði Róberts I Skotakonungs og Hinriks VII Englandskonungs, en við giftingu þeirra hlaut hún titilinn Her Royal Highness The Duchess of York. Þau eignuðust tvær dætur: Elísabetu prinsessu (f. 21. apríl 1926), síðar drottningu, og Margréti prinsessu (f. 21. ágúst 1930, d. 9. febrúar 2002).

Georg VI fékk krabbamein í lungu og var annað lunga hans fjarlægt í september 1951. Jólaræða hans það ár var hljóðrituð í mörgum hlutum sem voru svo sameinaðir í eina heild og útvarpað. Hann andaðist sex vikum síðar.


Fyrirrennari:
Játvarður 8.
Bretakonungur
(1936 – 1952)
Eftirmaður:
Elísabet 2.