Fara í innihald

George Hamilton-Gordon, jarl af Aberdeen

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jarlinn af Aberdeen
Forsætisráðherra Bretlands
Í embætti
19. desember 1852 – 30. janúar 1855
ÞjóðhöfðingiViktoría
ForveriJarlinn af Derby
EftirmaðurVísigreifinn af Palmerston
Persónulegar upplýsingar
Fæddur28. janúar 1784
Edinborg, Skotlandi
Látinn14. desember 1860 (76 ára) St James's, Middlesex, Englandi
StjórnmálaflokkurPeelítar (1846–1859)
MakiCatherine Hamilton (g. 1805; d. 1812)
Harriet Douglas (g. 1815; d. 1833)
Börn4
HáskóliSt John-háskóli (Cambridge)
StarfAðalsmaður, stjórnmálamaður
Undirskrift

George Hamilton-Gordon, fjórði jarlinn af Aberdeen (28. janúar 1784 – 14. desember 1860), kallaður Haddo lávarður frá 1791 til 1801, var breskur stjórnmálamaður, erindreki og óðalseigandi sem var forsætisráðherra Bretlands frá 1852 til 1855 í samsteypustjórn Peelíta (klofningsflokks innan Íhaldsflokksins sem studdu hugmyndafræði Roberts Peel) og Vigga, með stuðningi róttæklinga og Íra. Ríkisstjórn Aberdeen var full af voldugum og sjálfstæðum stjórnmálamönnum sem Aberdeen tókst ekki að hafa stjórn á. Þótt Aberdeen hafi reynt að koma í veg fyrir það leiddi ríkisstjórn hans Bretland inn í Krímstríðið og féll þegar almenningsálit snerist gegn stríðinu. Aberdeen dró sig úr stjórnmálum eftir þetta.

Ferill Aberdeen hafði einkennst af átökum í utanríkismálum en reynsla hans í þeim efnum kom ekki í veg fyrir að Bretland yrði dregið inn í Krímstríðið. Einkalíf hans enkenndist af dauða beggja foreldra hans þegar hann var ellefu ára og fyrstu eiginkonu hans eftir sjö ára hjónaband. Dætur hans dóu einnig ungar og samband hans við syni hans var erfitt.[1] Áður en Aberdeen kvæntist hafði hann ferðast mikið um Evrópu, þar á meðal til Grikklands, og hafði mikinn áhuga á fornum menningum og á fornleifafræði. Þegar hann sneri aftur til Bretlands árið 1805 varði hann stundum sínum í að bæta aðstæðurnar á skoskum óðalseignum sínum.

Eftir að kona hans dó árið 1812 varð Aberdeen ríkiserindreki og fékk nær samstundis yfirráð yfir mikilvægu sendiráði í Vín þegar hann var enn á þrítugsaldri. Hann kleif hratt upp metorðastigann og varð utanríkisráðherra í ríkisstjórn Wellingtons hertoga árið 1828 þrátt fyrir „nærri því forkastanlegt reynsluleysi í opinberum störfum“. Hann gegndi embættinu í tvö ár og varð síðar aftur utanríkisráðherra í ríkisstjórn Roberts Peel árið 1841.[2] Þrátt fyrir þetta þótti Aberdeen afspyrnu lélegur ræðumaður og þótti auk þess hafa „fýlulegt, vandræðalegt og kaldhæðið yfirbragð“.[3]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. MacIntyre, Angus, grein um Lord Aberdeen. A Political Biography eftir Muriel E. Chamberlain, The English Historical Review, 100#396 (1985), JSTOR, bls. 644
  2. MacIntyre, bls. 641
  3. MacIntyre, bls. 642, 644.


Fyrirrennari:
Jarlinn af Derby
Forsætisráðherra Bretlands
(19. desember 185230. janúar 1855)
Eftirmaður:
Vísigreifinn af Palmerston