Frederick North

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
North lávarður
Nathaniel Dance Lord North.jpg
Forsætisráðherra Bretlands
Í embætti
28. janúar 1770 – 22. mars 1782
Persónulegar upplýsingar
Fæddur13. apríl 1732
Piccadilly, Middlesex, England
Látinn5. ágúst 1792 Mayfair, Middlesex, England
ÞjóðerniBreskur
StjórnmálaflokkurÍhaldsflokkurinn (Tory)
MakiAnne Speke (g. 1756)
Börn6, þ. á m. George, Francis og Frederick
HáskóliTrinity College, Oxford
Undirskrift

Frederick North, annar jarlinn af Guilford, (13. apríl 1732 – 5. ágúst 1792) betur þekktur sem North lávarður, var forsætisráðherra Bretlands frá 1770 til 1782. Hann var leiðtogi Breta í mestöllu bandaríska frelsisstríðinu. Hann gegndi ýmsum öðrum stjórnarembættum á ferli sínum og var meðal annars innanríkisráðherra og fjármálaráðherra.

Orðspor North lávarðar meðal sagnfræðinga hefur breyst mörgum sinnum. Á seinni hluta 19. aldar var helst litið á hann sem handbendi konungsins sem hefði klúðrað stríðinu gegn Bandaríkjunum og glatað nýlendum Breta í Ameríku. Á 20. öld fóru sumir fræðimenn að leggja meiri áherslu á hlutverk North lávarðar í að stýra bresku fjárhirslunni, neðri deild breska þingsins og í að vernda ensku biskupakirkjuna. Sagnfræðingurinn Herbert Butterfield hefur fært rök fyrir því að aðgerðarleysi North hafi komið í veg fyrir að hægt væri að leysa úr átökunum í Ameríku og að honum hafi mistekist að stýra hernaði Breta með skilvirkum hætti.[1]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Nigel Aston, "North, Frederick, 2nd Earl of Guilford" in David Loads, ed., Readers Guide to British History (2003) bls. 960-62


Fyrirrennari:
Hertoginn af Grafton
Forsætisráðherra Bretlands
(28. janúar 177022. mars 1782)
Eftirmaður:
Markgreifinn af Rockingham