Jaroslav Seifert

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jaroslav Seifert (1981)

Jaroslav Seifert (23. september 190110. janúar 1986) var tékkneskur rithöfundur og ljóðskáld sem hlaut Nóbelsverðlaunin í bókmenntum árið 1984.

Ævi og störf[breyta | breyta frumkóða]

Seifert fæddist í Prag sem þá tilheyrði Austurríki-Ungverjalandi. Hann gerðist kommúnisti á unga aldri og hóf um tvítugt störf hjá vinstrisinnuðu útgáfufélagi þar sem fyrstu ljóð hans birtust. Á þriðja áratugnum var hann áberandi í forystusveit framsækinna lista- og menntamanna í Tékkóslóvakíu. Árið 1929 sagði hann skilið við Kommúnistaflokkinn vegna andstöðu við stjórnarhætti Jósefs Stalín í Sovétríkjunum og starfaði þess í stað við blöð sem gefin voru út af sósíaldemókrötum fram að seinni heimsstyrjöld.

Árið 1949 hætti Seifert alfarið blaðamennsku til að einbeita sér að ritstörfum. Afskiptum hans af stjórnmálum lauk þó ekki alveg og var hann til að mynda í hópi þeirra rithöfunda sem störfuðu innan Charta 77-hreyfingarinnar. Gagnrýni Seifert á stjórnvöld olli því meðal annars að ríkissjónvarpsstöð landsins sagði ekki frá því nema í framhjáhlaupi þegar honum voru veitt Nóbelsverðlaunin árið 1984. Þá var skáldið orðið aldurhnigið og gat ekki mætt til verðlaunaathafnarinnar í eigin persónu.

Þorgeir Þorgeirson hefur þýtt kvæði eftir Jaroslav Seifert á íslensku.