Fara í innihald

F. J. Robinson, vísigreifi af Goderich

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Vísigreifinn af Goderich
Forsætisráðherra Bretlands
Í embætti
31. ágúst 1827 – 21. janúar 1828
ÞjóðhöfðingiGeorg 4.
ForveriGeorge Canning
EftirmaðurHertoginn af Wellington
Persónulegar upplýsingar
Fæddur1. nóvember 1782
Skelton-on-Ure, Yorkshire, Englandi
Látinn28. janúar 1859 (76 ára) Putney Heath, Surrey, Englandi
StjórnmálaflokkurÍhaldsflokkurinn
MakiSarah Hobart (g. 1814)
HáskóliSt. John's College (Cambridge)

Frederick John Robinson, fyrsti jarlinn af Ripon, (1. nóvember 1782 – 28. janúar 1859), kallaður hinn háttvirti F. J. Robinson til ársins 1827 og Vísigreifinn af Goderich[1] frá 1827 til 1833, var breskur stjórnmálamaður sem var forsætisráðherra Bretlands frá ágúst 1827 til janúar 1828.

Robinson var kominn af landeignaraðli úr landsbyggðinni og hóf stjórnmálaferil sinn með hjálp fjölskyldutengsla. Eftir að ná kjöri á neðri deild breska þingsins vann hann sig upp metorðastigann með hverju aðstoðarráðherraembættinu á fætur öðru og varð árið 1818 forseti viðskiptaráðsins. Árið 1823 varð hann fjármálaráðherra og gegndi því embætti í fjögur ár. Hann hlaut aðalsnafnbót árið 1827 og gerðist leiðtogi lávarðadeildar breska þingsins og stríðs- og nýlendumálaráðherra.

Þegar George Canning forsætisráðherra lést í embætti árið 1827 gerðist Goderich forsætisráðherra í hans stað en tókst ekki að halda saman veikbyggðu stjórnarsamstarfi Tory-manna og Vigga sem Canning hafði stofnað. Goderich sagði af sér eftir 144 daga í embætti, en þetta var stysta embættistíð breskra forsætisráðherra utan þeirra sem dóu í embætti.

Goderich var síðar meðlimur í ríkisstjórnum tveggja eftirmanna sinna, Jarlsins af Grey og Sir Roberts Peel.

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. * Jones, Daniel (1972). Everyman's English Pronouncing Dictionary (13. útgáfa). London: Dent. bls. 207. ISBN 978-0460030151.


Fyrirrennari:
George Canning
Forsætisráðherra Bretlands
(31. ágúst 182721. janúar 1828)
Eftirmaður:
Hertoginn af Wellington