Fara í innihald

Gerhart Hauptmann

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Gerhart Hauptmann

Gerhart Johann Robert Hauptmann (15. nóvember 18626. júní 1946) var þýskur rithöfundur og leikskáld sem hlaut Nóbelsverðlaunin í bókmenntum árið 1912.

Ævi og störf[breyta | breyta frumkóða]

Hauptmann fæddist í neðri-Slesíu, sem þá tilheyrði hertogadæminu Prússlandi en í dag Póllandi. Foreldrar hans ráku gistiheimili og varð drengnum ekki langrar skólagöngu auðið. Eftir að hafa mistekist að fá inngöngu í liðsforingjaskóla prússneska hersins ákvað Hauptmann að læra myndhöggvaralist, en sú námsbraut reyndist endaslepp. Hann hugðist reyna fyrir sér sem myndhöggvari í Rómarborg en það fór sömuleiðis út um þúfur.

Um 1888 sneri Hauptmann sér að ritstörfum og vakti fljótlega athygli fyrir leikrit sín. Leikritið Vefararnir frá 1892, sem lýsir uppreisn vefara í Sílesíu árið 1844 varð þekktasta verk hans utan Þýskalands.

Leikritið Atlantis frá árinu 1912 vakti mikið umtal og hörð viðbrögð, þar sem það fjallaði um farþegaskip sem ferst í hafi. Þótt verkið væri samið áður en Titanic sökk urðu líkindin milli verksins og hinna raunverulegu viðburða til þess að sýningar á verkinu voru bannaðar á nokkrum stöðum. Sama ár hlaut hann þó bókmenntaverðlaun Nóbels.

Þótt Hauptmann hefði fylgt sósíaldemókrötum að máli lýsti hann fullum stuðningi við stríðsrekstur þýska ríkisins þegar fyrri heimsstyrjöldin braust út. Eftir valdatöku nasista varð samband hans við stjórnvöld afar flókið, þar sem verkum hans var ýmist hampað eða reynt að koma í veg fyrir útbrieðslu þeirra. Að stríði loknu fór Síelsía undir pólska stjórn og var Hauptmann að lokum gert að yfirgefa landið líkt og aðrir Þjóðverjar búsettir í héraðinu, en hann lést áður en til þess kom að völdum langvarandi heilsubrests.