David Lloyd George

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stökkva á: flakk, leita
David Lloyd George
David Lloyd George
Fædd(ur) David Lloyd George
17. janúar 1863
Chorlton-on-Medlock, Manchester, England
Látin(n) 26. mars 1945
Tŷ Newydd, Caernarfonshire, Wales
Þekktur fyrir Að vera forsætisráðherra Bretlands í fyrri heimsstyrjöldinni
Starf/staða The right honorable, Earl
Maki Margaret Owen (1888 – 1941)

Frances Stevenson (1943 - 1945)

David Lloyd George (17. janúar 1863 – 26. mars 1945) var breskur stjórnmálamaður úr Frjálslynda flokknum. Sem fjármálaráðherra Bretlands á árunum 1908 – 1915 bar Lloyd George ábyrgð á ýmsum umbótum sem renndu stoðum undir uppbyggingu bresks velferðarríkis. Mikilvægasta hlutverk hans var þó sem forsætisráðherra Bretlands í samsteypustjórn á árunum 1916 – 1922 í og eftir fyrri heimsstyrjöldina. Hann gegndi lykilhlutverki á friðarráðstefnunni í París árið 1919 þar sem Evrópa var endurskipulögð eftir ósigur Miðveldanna.

Sem forsætisráðherra samsteypustjórnar eftir kosningarnar árið 1918 gaf Lloyd George Íhaldsmönnum flest ráðuneyti svo að Frjálslyndi flokkurinn sem hann var sjálfur hluti af varð í minnihluta. Hann varð formaður flokksins seint á þriðja áratugnum en á þeim tíma mátti flokkurinn líða fylgishrun eftir því sem ágreiningur jókst innan flokksins. Þegar kom á fjórða áratug var Lloyd George valdalítill og rúinn trausti, sérstaklega þegar seinni heimsstyrjöldin byrjaði og hann var vændur um að hafa meiri samúð með Þýskalandi en með bandamönnunum.

Heimild[breyta | breyta frumkóða]


Fyrirrennari:
H. H. Asquith
Forsætisráðherra Bretlands
(1916 – 1922)
Eftirmaður:
Andrew Bonar Law