Anthony Eden

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Sir Anthony Eden
Anthony Eden.jpg
Forsætisráðherra Bretlands
Í embætti
6. apríl 1955 – 10. janúar 1957
Persónulegar upplýsingar
Fædd(ur)

12. júní 1897

Belgravia, London, England
Dáin(n) 14. janúar 1977
Stjórnmálaflokkur Íhaldsflokkurinn
Maki Beatrice Beckett (g. 1923; skilin 1950); Clarissa Spencer-Churchill (g. 1952)
Börn Simon, Robert, Nicholas
Háskóli Eton-háskóli; Christ Church, Oxford
Starf Stjórnmálamaður

Anthony Eden (12. júní 189714. janúar 1977) var breskur íhaldsmaður sem var utanríkisráðherra Bretlands í þremur ríkisstjórnum og síðan forsætisráðherra Bretlands í eitt og hálft ár 1955-1957.

Hann varð fyrst utanríkisráðherra aðeins 38 ára gamall í ríkisstjórn Neville Chamberlain en sagði af sér 1938 vegna undanlátsstefnu Chamberlains gagnvart fasistastjórn Mussolinis á Ítalíu. Hann varð aftur utanríkisráðherra í ríkisstjórn Winston Churchill 1940 til 1945 og aftur 1951-1955 þegar hann tók við af Churchill sem forsætisráðherra.

Orðstír Eden beið hnekki þegar Bandaríkin neituðu að styðja hernaðaraðgerðir Breta, Frakka og Ísraela í Súesdeilunni 1956. Bretar og Frakkar neyddust því til að draga herlið sitt til baka. Þetta var sögulegt bakslag fyrir utanríkisstefnu Breta og fól í sér endalok áhrifavalds þeirra í Mið-Austurlöndum. Ýmsir sagnfræðingar telja að þessi viðburður marki endalok heimsveldisstefnu Bretlands. Tveimur mánuðum síðar sagði Eden af sér vegna heilsubrests.


Fyrirrennari:
Winston Churchill
Forsætisráðherra Bretlands
(1955 – 1957)
Eftirmaður:
Harold Macmillan


Wiki letter w.svg  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.