Kazuo Ishiguro

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Kazuo Ishiguro

Kazuo Ishiguro (カズオ・イシグロ Kazuo Ishiguro, upphaflega 石黒一雄 Ishiguro Kazuo, fæddur 8. nóvember 1954) er breskur rithöfundur af japönskum ættum. Hann fæddist í Nagasaki í Japan en fluttist ásamt fjölskyldu sinni til Englands á 7. áratug 20. aldar. Ishiguro útskrifaðist frá Háskólanum í Kent árið 1978 með BA-gráðu og meistaragráðu í ritlist tveimur árum síðar frá Háskólanum í East Anglia. Hann býr í London ásamt konu sinni og dóttur.

Ishiguro hlaut Whitbread-verðlaunin árið 1986 fyrir aðra skáldsögu sína, An Artist of the Floating World, og Booker-verðlaunin árið 1989 fyrir þriðju skáldsögu sína, Dreggjar dagsins (e. Remains of the Day).

Sjöunda bók hans, Slepptu mér aldrei (e. Never Let Me Go), náði inn á stutta listann til Booker-verðlaunanna.

Þann 5. október 2017 tilkynnti Sænska akademían að Kazuo Ishiguro hlyti Nóbelsverðlaunin í bókmenntum árið 2017. Rökstuðningur nefndarinnar var að Ishiguro hafi „með tilfinningaþrungnum skáldsögum afhjúpað tómarúmið undir falskri upplifun okkar af tengingu við heiminn“.[1]

Skáldsögur[breyta | breyta frumkóða]

Leikrit[breyta | breyta frumkóða]

  • (1984) A Profile of Arthur J. Mason (frumsamið fyrir Channel 4)
  • (1987) The Gourmet (frumsamið fyrir BBC; síðar útgefið í Granta 43)
  • (2003) The Saddest Music in the World (kvikmyndahandrit)
  • (2005) The White Countess (sjónvarpshandrit)

Smásögur[breyta | breyta frumkóða]

  • (1981) Introduction 7: Stories by New Writers (Faber and Faber): A Strange and Sometimes Sadness; Waiting for J og Getting Poisoned
  • (1990) A Family Supper (Esquire)
  • (2001) A Village After Dark (The New Yorker)
  • (2009) Nocturnes: Five Stories of Music and Nightfall (Faber and Faber)

Krækjur[breyta | breyta frumkóða]

Vefur Faber and Faber-útgáfunnar um Ishiguro.

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. „Geymd eintak“ (PDF). Afrit af upprunalegu (PDF) geymt þann 5. október 2017. Sótt 5. október 2017.