Fara í innihald

John Galsworthy

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
John Galsworthy

John Galsworthy (14. ágúst 186731. janúar 1933) var breskur rithöfundur og leikskáld. Hann hlaut Nóbelsverðlaunin í bókmenntum árið 1932.

Ævi og störf[breyta | breyta frumkóða]

Galsworthy fæddist í Surrey og var af efnafólki kominn. Hann lauk prófi í lögum frá Oxford en í stað þess að snúa sér að lögmennsku lagðist hann í ferðalög að námi loknu og sinnti fjölskyldufyrirtækinu sem var í reksti flutningaskipa. Í þessum ferðum kynntist hann rithöfundinum Joseph Conrad og tókst með þeim mikil vinátta.

Árið 1897 sendi Galsworthy frá sér sitt fyrsta ritverk, smásagnasafn sem kom út undir dulnefni. Frá 1904 birti hann verk sín undir eigin nafni og skrifaði jöfnum höndum skáldsögur og leikrit. Það voru einkum leikritin sem nutu hylli á þessum árum og var hann í hópi vinsælli leikskálda sinnar tíðar í Bretlandi.

Í dag er Galsworthy þó einkum minnst fyrir skáldsögur sínar um Forsyte-ættina, sem hann samdi á árunum 1906-21. Þær eru fjölskyldudrama um fólk í efri millistétt, ástir þess og örlög.

Galsworthy var eldheitur hugsjónamaður og barðist fyrir ýmsum félagslegum framfaramálum auk þess sem honum var annt um velferð dýra. Hann var í hópi stofnenda rithöfundasamtakanna PEN og var forseti þeirra fyrstu tólf árin. Þegar Galsworthy hlaut Nóbelsverðlaunin árið 1932 var hann farinn að heilsu og lést fáeinum vikum síðar, en verðlaunaféð lét hann renna til PEN-samtakanna.

Þrátt fyrir talsverðar vinsældir í lifanda lífi gleymdust verk Galsworthy fljótt. Segja má að hann hafi verið enduruppgötvaður í kjölfar vinsælla sjónvarpsþátta um Forsyte-ættina á sjöunda áratugnum, sem leiddu til þess að verk hans tóku að seljast á ný.