John Stuart, jarl af Bute

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Jarlinn af Bute
3rd Earl of Bute by Sir Joshua Reynolds.jpg
Forsætisráðherra Bretlands
Í embætti
26. maí 1762 – 8. apríl 1763
Persónulegar upplýsingar
Fæddur

25. maí 1713

Edinborg, Skotlandi
Látinn

10. mars 1792

Westminster, Middlesex, Englandi
Þjóðerni Breskur
Stjórnmálaflokkur Tory
Maki Mary Wortley Montagu (g. 1736)
Börn 9
Háskóli Leiden-háskóli

John Stuart, þriðji jarlinn af Bute (25. maí 1713 – 10. mars 1792) var skoskur aðalsmaður af Stuart-ætt sem var forsætisráðherra Bretlands frá 1762 til 1763. Hann var fyrsti skoski forsætisráðherrann eftir að sambandslögin 1707 gengu í gildi og er oft talinn einn síðasti forsætisráðherrann sem komst til valda vegna tengsla sinna við konungsættina.

Æviágrip[breyta | breyta frumkóða]

John Stuart gekk á þing þegar hann var 24 ára. Prinsinum og prinsessunni af Wales leist vel á hann vegna háttvísi hans og því varð hann náinn syni þeirra (sem varð síðar Georg 3. Bretlandskonungur). Stuttu eftir að Georg varð konungur (árið 1760) varð Bute forsætisráðherra og formaður Tory-flokksins. Hann varð óvinsæll vegna stefnumála sinna en honum tókst þó að semja um hagstæðan frið gegn Frökkum í lok sjö ára stríðsins árið 1763.[1]

Bute sagði af sér og dró sig úr stjórnmálum eftir harða gagnrýni af hálfu stjórnarandstöðunnar og settist í helgan stein á landeign sinni í Lutton, þar sem hann einbeitti sér að garðyrkju. Hann gaf út garðyrkjubókina Botanical Tables Containing the Families of British Plants árið 1785.

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Schweizer, Karl (1988). Lord Bute – Essays in Reinterpretation. Great Britain: Leicester University Press. bls. 27–29.


Fyrirrennari:
Hertoginn af Newcastle
Forsætisráðherra Bretlands
(26. maí 17628. apríl 1763)
Eftirmaður:
George Grenville