Fara í innihald

Verner von Heidenstam

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Mynd af Verner von Heidenstram eftir Johan Krouthén.

Carl Gustaf Verner von Heidenstam (6. júlí 185920. maí 1940)[1] var sænskt skáld og rithöfundur sem hlaut Nóbelsverðlaunin í bókmenntum árið 1916.[2]

Ævi og störf[breyta | breyta frumkóða]

Heidenstam fæddist í bænum Olshammar í Örebroléni inn í fjölskyldu af aðalsættum.[3] Hann hóf myndlistarnám við listaakademíuna í Stokkhólmi en hvarf frá því vegna vanheilsu. Þess í stað sneri hann sér að heimhornaflakki víða um veröldina. Fyrsta ljóðabók hans, Vallfart och vandringsår, var innblásin af þessum ferðalögum.

Skáldið sótti yrkisefni sitt talsvert í sænska sögu og má þar nefna langan ljóðabálk hans um Karl 12. Svíakonung og hermenn hans. Dálæti Heidenstams og ýmissa annarra skálda á Karli 12. varð árið 1910 kveikjan að einhverjum harðvítugustu deilum í sögu sænskra bókmennta. Deilur þessar, sem kallaðar voru Strindbergsfejden, spruttu af harðorðri blaðagrein þar sem August Strindberg gagnrýndi dýrkunina á herkonungnum. Fljótlega fóru deilurnar að snúast um stöðu sænskrar ljóðlistar þar sem þeir Strindberg og Heidenstam leiddu hvor sína fylkinguna, en Strindberg hafði lengi átt í útistöðum við Heidenstam og sænsku akademíuna.

Árið 1916 hlaut Heidenstam bókmenntaverðlaun Nóbels. Ýmis kvæða hans hafa verið þýdd á íslensku, meðal annars af Magnúsi Ásgeirssyni.

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Text —; november 2010, reas Nyblom 23 (23. nóvember 2010). „Superkändisen Heidenstam“. Popularhistoria.se (sænska). Sótt 10. október 2021.
  2. „Verner von Heidenstam - Uppslagsverk - NE.se“. www.ne.se. Sótt 10. október 2021.
  3. „Von Heidenstam nr 2025 - Adelsvapen-Wiki“. www.adelsvapen.com. Sótt 10. október 2021.