Fara í innihald

Helgi Hrafn Gunnarsson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Helgi Hrafn Gunnarsson
Alþingismaður
frá til  kjördæmi    þingflokkur
2013 2016  Reykjavík n.  Píratar
2017 2021  Reykjavík n.  Píratar
Persónulegar upplýsingar
Fæddur22. október 1980 (1980-10-22) (44 ára)
Reykjavík
StjórnmálaflokkurPíratar
Æviágrip á vef Alþingis

Helgi Hrafn Gunnarsson (f. 22. október 1980) var þingmaður Pírata í Reykjavíkurkjördæmi norður frá 2013 til 2016 og aftur frá 2017 til 2021. Hann var formaður þingflokksins 2014 til 2015.

Helgi ákvað að gefa ekki kost á sér í Alþingiskosningunum 2016 heldur einbeita sér að innra starfi Pírata.[1]. Fyrir Alþingiskosningarnar 2017 tilkynnti Helgi að hann hygðist að bjóða sig fram á ný.[2] Hann gaf ekki aftur kost á sér í kosningunum 2021.

Systir Helga er Arndís Anna K. Gunnarsdóttir, lögfræðingur og fyrrum þingmaður.

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. 13 þingmenn hætta - 6 fyrrverandi ráðherrar Rúv, skoðað 14. september, 2016.
  2. Helgi Hrafn hyggst gefa kost á sér mbl.is Skoðað 17. september, 2017