Fara í innihald

Usedom

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Austurarmur Odru við Świnoujście

Usedom (pólska: Uznam) er næststærsta eyja Þýskalands. Hún liggur við pólsku landamærin í Eystrasalti.

Orðsifjar[breyta | breyta frumkóða]

Usedom er nefnd eftir samnefndum á eyjunni. Hann hét upphaflega Uznoimia civitas á latínu. Talið er að Uznoimia sé dregið af slavneska orðinu straumur, enda umlykja armar fljótsins Odru eyjuna á báða vegu. Eftir þýska landnámið tóku Þjóðverjar upp orðið en breyttu því hljóðfræðilega í Usedom.

Saga[breyta | breyta frumkóða]

Vindar bjuggu á eyjunni til forna. Þýskt landnám hófst þar á 12. öld. En 1630 gekk Gústaf Adolf II Svíakonungur á land við Peenemünde og hertók eyjuna áður en hann hélt lengra suður til að taka þátt í 30 ára stríðinu. Konungur lét lífið í stríðinu en eyjan hélst engu að síður sænsk allt til 1713, er Prússar fengu hana við lok Norðurlandaófriðarins mikla. Á Potsdam-ráðstefnunni 1945 var ákveðið að leggja landamæri Póllands og Þýskalands um eyna. Þýska borgin Swinemünde varð því pólsk og var heitinu breytt í Świnoujście.

Landafræði[breyta | breyta frumkóða]

Usedom er skipt eyja. Vesturhlutinn tilheyrir Þýskalandi, en austurhlutinn er pólskur. Alls er eyjan 445 km² að stærð, en þýski hlutinn er 373 km². Eyjan myndar mikið lón sem heitir Stettiner Haff, en fljótið Odra rennur í gegnum það og sitthvoru megin við Usedom.

Fjölmargir bæir eru á eyjunni. Þeirra helstir eru Peenemünde Þýskalandsmegin og Świnoujście (Swinemünde) Póllandsmegin. Norðanmegin eru góðar baðstrendur sem mikið eru sóttar af ferðamönnum. Baðbærinn Ahlbeck er meðal vinsælustu baðstaða Þýskalands við Eystrasalt.

  Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.