Adenflói

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Gulf of Aden.png
Kort af Adenflóa frá lokum 19. aldar

Adenflói er flói sem gengur inn úr Arabíuhafi, hann afmarkast af Horni Afríku og suðurströnd Jemen á Arabíuskaganum við inngang sinn í austri og „Tárahliðinu“ (Bab-el-Mandeb) við inngang sinn að Rauðahafinu í vestri. Þau lönd sem liggja að honum eru Sómalía í suðri, Jemen í norðri og Djíbútí við botn hans í vestri.

Flóinn er allt upp í 1.000 kílómetra langur og 150-440 km breiður, dýpt hans mest 5.029 m við inngang hans, 3.478 m við miðju hans og 874 m við botn hans, hann er umlukinn af háum fjöllum en þau í Jemen eru allt upp í 2,5 km há og þau í Sómalíu upp í 2,1 km á hæð.

Flóinn er mjög mikilvægur sem hluti af flutningsleið olíu frá Persaflóa til Vesturlanda um Súesskurðinn.

Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist
Wikiorðabókin er með skilgreiningu á orðinu
  Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.