Fara í innihald

Skagerrak

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Kort sem sýnir Skagerrak

Skagerrak er sund inn úr Norðursjó milli suðausturstrandar Noregs, Jótlands í Danmörku og suðvesturstrandar Svíþjóðar (Bohuslän). Suður úr Skagerrak liggur Kattegat sem tengist við Eystrasalt um Eyrarsund, Litla-Belti og Stóra-Belti. Bein lína frá Grenen á Skagen á Norður-Jótlandi að Marstrand í Svíþjóð greinir á milli Skagerrak og Kattegat. Oslóarfjörður gengur norður úr Skagerrak.

  Þessi landafræðigrein sem tengist Danmörku er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.