Gulahaf
Útlit
![](http://upload.wikimedia.org/wikipedia/commons/thumb/a/a1/Bohai_Sea_map.png/220px-Bohai_Sea_map.png)
Gulahaf er nafn á hafsvæði milli Kína og Kóreuskagans. Það dregur nafn sitt af því að sandfok úr Góbíeyðimörkinni litar yfirborð hafsins gult. Í Kóreu er hafið stundum nefnt „Vesturhafið“.
Innsti hluti hafsins er kallaður Bohaihaf. Í það rennur Gulafljót.
Gulahaf er eitt fjögurra hafa, sem eru kennd við liti; Hin eru Svartahaf, Rauðahaf og Hvítahaf.
![](http://upload.wikimedia.org/wikipedia/commons/thumb/b/bd/Wiktionary-logo-is.png/35px-Wiktionary-logo-is.png)
Wikiorðabókin er með skilgreiningu á orðinu Gulahaf.