Lincolnhaf

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Kort sem sýnir Lincolnhaf

Lincolnhaf er hafsvæði í Norður-Íshafi á milli Kólumbíuhöfða í Kanada og Morris Jesup-höfða á Grænlandi. Norðurmörk hafsins eru skilgreind sem stórbaugslína milli höfðanna tveggja. Lincolnhaf er ísi lagt árið um kring en sjór rennur úr því inn í Robeson-sund sem er nyrsti hluti Naressunds milli Ellesmere-eyjar og Grænlands.

Hafið var nefnt eftir þáverandi stríðsmálaráðherra Bandaríkjanna Robert Todd Lincoln.

  Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.