Lasarevhaf

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Adeliemörgæsir við Novolasarevskajastöðina.

Lasarevhaf er hafsvæði í Suður-Íshafi á milli 0° og 14° austur. Vestan við það er Hákonshaf og austan við það er Riiser-Larsen-haf. Sunnan við hafið er Ástríðarströnd Matthildarlands. Hafið heitir eftir rússneska landkönnuðinum Mikhaíl Lasarev.

  Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.