Fara í innihald

Tasmanhaf

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Kort sem sýnir Tasmanhaf

Tasmanhaf er strandhaf í suðurhluta Kyrrahafs milli Ástralíu og Nýja Sjálands. Það er um 2000 km breitt og 2800 km langt. Það heitir eftir hollenska landkönnuðinum Abel Janszoon Tasman. Á maorísku heitir það Te Tai-o-Rehua. Hafið liggur að Kóralhafi í norðri, Kyrrahafi í norðaustri og austri, Suður-Íshafi í suðri og Bass-sundi í vestri.

Helstu eyjar í Tasmanhafi eru Norfolkeyja, Howe-eyja, Pýramídi Balls, Middleton-rif og Elísabetarrif.

Wikiorðabókin er með skilgreiningu á orðinu
  Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.