Súesflói

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Sínaískagi, með Súesflóa vinstra megin og Akabaflóa hægra megin.

Súesflói (arabíska: Khalij as Suways) er sá vestari af tveimur norðurendum Rauðahafsins þar sem það skiptist við Sínaískaga. Hinn endinn liggur í Akabaflóa. Flóinn er 175 km langur að hafnarborginni Súes í norðurendanum, og liggur í sigdal sem hefur myndast fyrir um 40 milljón árum. Mörkin milli Afríku og Asíu liggja eftir miðjum flóanum og gegnum Súeseiðið.

Wikiorðabókin er með skilgreiningu á orðinu
  Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.