Fara í innihald

Malakkasund

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Kort sem sýnir Malakkasund

Malakkasund er mjótt og grunnt 805km langt sund milli Malakkaskaga og Súmötru í Suðaustur-Asíu. Það heitir eftir Soldánsdæminu Malakka sem réði yfir sundinu á 15. öld. Sundið er ein af mikilvægustu siglingaleiðum heims á leiðinni milli Indlandshafs og Kyrrahafs. Sundið er 1,5 sjómíla að breidd þar sem það er mjóst, en aðeins 25 m á dýpt þar sem það er grynnst. Það er því of grunnt til að sum af stærstu flutningaskipum heims geti siglt um það.

  Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.