Fara í innihald

Malakkasund

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Kort sem sýnir Malakkasund

Malakkasund er mjótt og grunnt 805km langt sund milli Malakkaskaga og Súmötru í Suðaustur-Asíu. Það heitir eftir Soldánsdæminu Malakka sem réði yfir sundinu á 15. öld. Sundið er ein af mikilvægustu siglingaleiðum heims á leiðinni milli Indlandshafs og Kyrrahafs. Sundið er 1,5 sjómíla að breidd þar sem það er mjóst, en aðeins 25 m á dýpt þar sem það er grynnst. Það er því of grunnt til að sum af stærstu flutningaskipum heims geti siglt um það.

Wikiorðabókin er með skilgreiningu á orðinu
  Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.