Fara í innihald

Bellingshausenhaf

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Kort af Suðurskautslandinu með Bellingshausenhaf vinstra megin

Bellingshausenhaf er hafsvæði í Suður-Íshafi vestan við Suðurskautsskaga og Alexandereyju og austan við Flugfiskahöfða á Thurston-eyju og sunnan við Eyju Péturs 1. Í suðri eru, frá vestri til austurs, Eights-strönd, Bryan-strönd og Enska ströndin.

Hafið heitir eftir rússneska flotaforingjanum Fabian Gottlieb von Bellingshausen sem kannaði þetta svæði árið 1821.

  Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.