Mósambíksund
Útlit
Mósambíksund er sundið milli meginlands Afríku og eyjunnar Madagaskar í Indlandshafi. Það er um 1600 km langt og 419 km breitt þar sem það er þrengst. Það nær 3.292 metra dýpi. Hlýr sjávarstraumur rennur suður eftir sundinu og sameinast Agúlhasstraumnum austan við sunnanverða Afríku.