Filippseyjahaf

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Kort af Filippseyjahafi

Filippseyjahaf er randhaf í vestanverðu Kyrrahafi norðaustan við Filippseyjar. Hafið markast af Filippseyjunum Luzon, Samar, Leyte og Mindanaó í suðvestri, Palá, Yap og Ulithi (Karólínueyjum) í suðaustri, Maríanaeyjum, þar á meðal Gvam, Saipan og Tinian í austri, Bonin og Iwo Jima í norðaustri, japönsku eyjunum Honshu, Shikoku og Kyūshū í norðri, Ryukyu-eyjum í norðvestri og Tævan í vestri. Filippseyjadjúpáll og Maríanadjúpáll (dýpsti punktur jarðskorpunnar) eru báðir í Filippseyjahafi.

  Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.