Fara í innihald

Fonseca-flói

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Kort af Hondúras. Fonseca-flói er neðst til vinstri

Fonseca-flói er flói sem gengur inn í sunnanverða Mið-Ameríku. Þrjú lönd eiga strönd að flóanum: El Salvador, Hondúras og Níkaragva. Spænski landvinningamaðurinn Gil González Dávila uppgötvaði flóann árið 1522 og nefndi hann eftir velgjörðarmanni sínum, Juan Fonseca erkibiskup.

  Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.