Foxe-dældin
Útlit
Foxe-dældin er grunnt hafsvæði norðan við Hudson-flóa við Nunavut í Kanada. Dældin er á milli Baffinseyju og Melville-skaga. Hún er þakin hafís stærstan hluta ársins.
Kaldur sjórinn í Foxe-dældinni er ríkur af næringarefnum og hún er mikilvægur viðkomustaður kampsela, hringanóra og rostunga. Ýmsar tegundir hvala halda þar til og hún er mikilvægt búsvæði þernumáfs.
Dældin heitir eftir enska landkönnuðinum Luke Foxe sem kannaði syðri hluta hennar árið 1631.