Fara í innihald

Argentínuhaf

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Argentínuhaf

Argentínuhaf er hafsvæði á landgrunninu úti fyrir meginlandi Argentínu í Suður-Atlantshafi. Það nær um það bil frá Montevídeó í Úrúgvæ í norðri að Eldlandi í suðri og er um milljón ferkílómetrar að stærð. Meðaldýpi er 1.205 metrar og seltustig 3,5%. Í hafinu eru nokkrar neðansjávarhásléttur sem halla í austur. Þar mætast kaldur Falklandseyjastraumurinn sem rennur norður úr Suður-Íshafinu og heitur Brasilíustraumurinn sem rennur í suður frá miðbaug. Samspil þessara strauma skapar auðugt lífríki.

Wikiorðabókin er með skilgreiningu á orðinu
  Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.