Visayashaf

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Giganteseyjar í Visayashafi

Visayashaf er hafsvæði í Kyrrahafi innan Filippseyja. Það markast af eyjunum Masbate í norðri, Leyte í austri, Cebu og Negros í suðri og Panay í vestri. Það tengist Sibuyanhafi í norðri um Jintotolosund og Samarhafi í norðaustri, Camoteshafi í suðaustri, Bóholhafi í suðri um Tañon-sund og Súluhafi um Guimaras-sund og Panayflóa.

  Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.