Fara í innihald

Austur-Síberíuhaf

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Kort sem sýnir Austur-Síberíuhaf

Austur-Síberíuhaf er randhaf í Norður-Íshafi norðan við Síberíu. Hafið markast af Norður-Íshafshöfða í norðri, strönd Síberíu í suðri, Nýju-Síberíueyjum í vestri og Billingshöfða í austri. Það liggur að Laptevhafi í vestri og Tjúktahafi í austri.

Það sem einkennir Austur-Síberíuhaf eru ískalt loftslag, lítil selta, hægir hafstraumar og væg sjávarföll (innan við 25cm). Hafið er tiltölulega grunnt. Það er ísi lagt frá október-nóvember fram í júní-júlí. Stærsta höfnin er í Pevek í Tjúkotka, nyrstu borg á meginlandi Rússlands.

  Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.