Bandahaf
Útlit
Bandahaf er hafsvæði í Kyrrahafi milli Súlavesí, Litlu-Sundaeyja, Barat Daya-eyja og Mólúkkaeyja. Hafið liggur yfir litlum jarðfleka, Bandaflekanum. Jarðskjálftar eru tíðir í hafinu.
Bandaeyjar, Tanimbareyjar, Kaieyjar og aðrar litlar eyjar í Bandahafi hafa verið skilgreindar sem sérstakt vistsvæði í austurenda Wallacíu, þar sem þær geyma blöndu af plöntu- og dýralífi frá bæði Asíu og Ástralíu, auk fjölda staðbundinna tegunda. Flestar eyjarnar eru þaktar nær ósnortnum regnskógi.
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist Bandahafi.
Wikiorðabókin er með skilgreiningu á orðinu Bandahaf.