Fara í innihald

Framsund

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Kort sem sýnir Framsund

Framsund er sundið milli Svalbarða og Grænlands í Grænlandshafi. Sundið er dýpsta tengingin milli Norður-Íshafsins og Norður-Atlantshafs (Grænlandshafs og Noregshafs) og þar eru mest sjávarskipti milli hafanna. Hlýr atlantssjór berst norður með Vestur-Svalbarðastraumnum og kaldur pólsjór suður með Austur-Grænlandsstraumnum.

Framsund dregur nafn sitt af norska skipinu Fram sem Fridtjof Nansen notaði til að kanna Norðurheimskautið.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.