Fara í innihald

Laptevhaf

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Laptevhaf

Laptevhaf er randhaf í Norður-Íshafi milli Tajmírskaga, Severnaja Semlja og Nýju-Síberíueyja. Í suðri er norðurströnd Síberíu. Í vestri tengist það Karahafi og í austri Austur-Síberíuhafi. Hafið er nefnt eftir rússnesku landkönnuðunum Dmítrí Laptev og Kariton Laptev en áður gekk það undir ýmsum nöfnum, meðal annars Nordenskjöldhaf eftir sænska landkönnuðinum Adolf Erik Nordenskjöld. Hafið er ísi lagt meirihluta ársins en ísa leysir í ágúst-september. Stærsta höfnin er bærinn Tiksi í Saka. Margar eyjar eru í hafinu.

  Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.