Fara í innihald

Makassarsund

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Kort af Súlavesíhafi sem sýnir Makassarsund

Makassarsund er sund milli eyjanna Borneó og Súlavesí í Suðaustur-Asíu. Í norðri liggur sundið inn í Súlavesíhaf en í suðri liggur það að Jövuhafi. Mahakamfljótið á Borneó rennur út í sundið.

Helstu hafnir við sundið eru Balikpapan á Borneó og Makassar og Palu á Súlavesí. Borgin Samarinda stendur við Mahakamfljót um 25 km frá sundinu.

Sundið er fjölfarin siglingaleið sem er notuð af skipum sem eru of stór til að komast um Malakkasund.

  Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.