Reykjavik Energy Invest
Reykjavik Energy Invest (eða REI) er viðskiptaþróunar- og fjárfestingararmur Orkuveitu Reykjavíkur[1]. Fyrirtækið sérhæfir sig í starfsemi tengdri virkjun á jarðhitaorku. REI var stofnað í mars 2007. Ákveðið var þann 4. október 2007 að sameina Reykjavik Energy Invest og Geysir Green Energy [2] , en síðar var horfið frá því eftir að meirihlutaskipti urðu í borgarstjórn Reykjavíkur.
Upphaf REI
[breyta | breyta frumkóða]Grunnhugsunin að baki REI var að nýta sérþekkingu sem byggst hefur upp innan Orkuveitu Reykjavíkur á sviði Jarðvarmanýtingar á erlendum vettvangi. Orkuveitan var eigandi félagsins að fullu í fyrstu. Bjarni Ármannsson kom síðan inn í hluthafahóp REI í september 2007. Þá var tilkynnt um markmið félagsins, að afla 50 miljarða í hlutafé sem nota ætti í framkvæmdir og rannsóknir. Bjarni sjálfur lagði til 500 miljónir í félagið. Stefnt var að því að Orkuveitan yrði eigandi 40 prósenta hluta í félaginu.
Deilur um sameininguna
[breyta | breyta frumkóða]Í byrjun október 2007 urðu málefni fyrirtækisins að miklu pólitísku bitbeini í borgarstjórn Reykjavíkur meðal meirihlutastjórnar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Deilt var um hvort og hvenær Reykjavíkurborg ætti að selja hlut sinn í fyrirtækinu. Lyktaði þeim deilum með því að Framsóknarflokkur sleit stjórnarsamstarfi við Sjálfstæðisflokk[3] og tók upp nýtt samstarf við Frjálslynda flokkinn, Vinstri Græna og Samfylkinguna.
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ „Ensk heimasíða Orkuveitu Reykjavíkur“. Afrit af upprunalegu geymt þann 13. október 2007. Sótt 12. október 2007.
- ↑ Lykilkraftar útrásar orkugeira sameinast; grein í Fréttablaðinu 2007
- ↑ http://mbl.is/mm/frettir/innlent/frett.html?nid=1296430 Grein mbl.is um myndun nýrrar borgarstjórnar
Tenglar
[breyta | breyta frumkóða]- Ensk heimasíða Orkuveitu Reykjavíkur (Reykjavik Energy) Geymt 13 október 2007 í Wayback Machine
- Saga Reykjavík Energy Invest; grein í Fréttablaðinu 5. október 2007
- Vilja að Orkuveitan selji hlut sinn í REI; grein í Fréttablaðinu 7. október 2007
- Svandís segir Bjarna og Hannesi gefnir peningar; grein í Fréttablaðinu 6. október 2007
- Ósammála um innihald samningsins; grein í Fréttablaðið 10. október 2007