Fara í innihald

Fylgigigt

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Fylgigigt er gigtarsjúkdómur sem kemur í kjölfar sýkingar. Þýski herlæknirinn Hans Reiter varð fyrstur til að lýsa þessum sjúkdómi árið 1916. Það er einkennandi fyrir fylgigigt að það bólgnar ekki eingöngu liðhimnan heldur ennig sinaslíður og festingar vöðva, liðbanda og liðhylkis.

Algengast er að fylgigigt leggist á fólk á aldrinum 20–40 ára, fleiri karlar en konur fá fylgigigt og sjúkdómurinn er algengari meðal hvítra en svartra. Það er talið stafa af hærri tíðni af HLA-B27 geni meðal hvítra.[1][2]

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Sampaio-Barros PD, Bortoluzzo AB, Conde RA, Costallat LT, Samara AM, Bértolo MB (júní 2010). „Undifferentiated spondyloarthritis: a longterm followup“. The Journal of Rheumatology. The Journal of Rheumatology. 37 (6): 1195–1199. doi:10.3899/jrheum.090625. PMID 20436080.
  2. Geirsson AJ, Eyjolfsdottir H, Bjornsdottir G, Kristjansson K, Gudbjornsson B (maí 2010). „Prevalence and clinical characteristics of ankylosing spondylitis in Iceland – a nationwide study“. Clinical and experimental rheumatology. Clinical and Experimental Rheumatology. 28 (3): 333–40. PMID 20406616.