Eyþór Arnalds

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Eyþór Laxdal Arnalds (24. nóvember 1964[1]) er íslenskur stjórnmálamaður, tónlistarmaður og stjórnandi í viðskiptalífinu. Hann var forstjóri Strokks Energy, Íslandssíma (nú Vodafone), framkvæmdastjóri hjá OZ og Enpocket sem bæði voru keypt af Nokia.

Tónlist[breyta | breyta frumkóða]

Eyþór var í pönkhljómsveitinni Tappi tíkarrass með Björk og fleirum. Síðar stofnaði hann rokk/popp-sveitina Todmobile með Þorvaldi Bjarna Þorvaldssyni og Andreu Gylfadóttur.

Stjórnmál[breyta | breyta frumkóða]

Hann var oddviti Sjálfstæðismanna í Árborg og formaður bæjarráðs frá 2010-2014.

Eyþór var oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík í sveitarstjórnarkosningunum árið 2018. Í kosningunum fékk Sjálfstæðisflokkurinn 30,8 prósent atkvæða, mest allra flokka[2], en tókst þó ekki að mynda meirihluta. Eyþór sat því í minnihluta sem borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík kjörtímabilið 2018-2022.

Eyþór hafði hug á að bjóða sig aftur fram í oddvitasæti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík í sveitarstjórnarkosningum árið 2022 en þann 21. desember 2021 lýsti hann því yfir að hann hygðist draga framboð sitt til baka.[3] ´

Viðskipti[breyta | breyta frumkóða]

Eyþór hefur verið stærsti hluteigandinn í Morgunblaðinu frá árinu 2017. Hann keypti hlut sinn í Morgunblaðinu árið 2017 af sjávarútvegsfélaginu Samherja með 225 milljón króna seljendaláni sem félag Samherja veitti honum. Lánið hefur síðan að mestu verið afskrifað.[4][5]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. „Dagur í lífi Eyþórs Arnalds“. DV. 26. janúar 2018. Sótt 12. júní 2018.
  2. „Úrslit úr stærstu sveitarfélögum“. mbl.is. Sótt 12. júní 2018.
  3. „Eyþór Arnalds dregur framboð sitt til baka“. Vísir. 21. desember 2021. Sótt 21. desember 2021.
  4. Steindór Grétar Jónsson (23. nóvember 2019). „Fjölskyldufyrirtækið sem teygir sig um allan heim“. Stundin. Sótt 17. desember 2019.
  5. „Eyþór segir ólíklegt að eignarhluturinn í Morgunblaðinu færist aftur til Samherja“. Kjarninn. 5. október 2020. Sótt 27. október 2020.