Magnea Gná Jóhannsdóttir
Magnea Gná Jóhannsdóttir (fædd 3. apríl 1997) er íslensk stjórnmálakona og borgarfulltrúi fyrir Framsókn í Reykjavík. Magnea náði kjöri í borgarstjórn 14. maí 2022, þá 25 ára og 41 dags, yngst allra sem náð hafa kjöri í borgarstjórn og sló þar með fyrra met Sönnu Magdalenu Mörtudóttur sem hafði slegið fyrra met í sveitarstjórnarkosningunum árið 2018.[1]
Lífshlaup[breyta | breyta frumkóða]
Magnea Gná Jóhannsdóttir fæddist í Reykjavík en ólst upp í Bolungarvík. Hún lauk alþjóðlegu stúdentsprófi (IB diploma) frá United World College Red Cross Nordic í Noregi árið 2017.[2] Það sama ár flutti Magnea til Taílands þar sem hún vann sem starfsnemi að þróun alþjóðlega skólans United Word College Thailand.[2] Árið 2021 lauk Magnea B.A. námi við lagadeild Háskóla Íslands og stundar nú meistaranám við sömu deild.[3] Hún er dóttir Jóhanns Hannibalssonar sem var lengi bóndi á Hanhóli í Bolungarvík en starfar nú sem snjóflóðaathugunarmaður og við kennslu og Guðrún Stellu Gissurardóttur sem er forstöðumaður Vinnumálastofnunar á Vestfjörðum.[4][5] Magnea Gná á þrjár systur.
Stjórnmálaferill[breyta | breyta frumkóða]
Magnea Gná Jóhannsdóttir var kjörin formaður Ung Framsókn í Reykjavík í apríl 2022. Magnea hefur setið í stjórn Ung Framsókn frá árinu 2019 og var varaformaður félagsins frá 2021-2022. Þá var hún kynningarstjóri Sambands ungra Framsóknarmanna á árunum 2019 til 2021.[6]
Magnea Gná Jóhannsdóttir hlaut kjör í borgarstjórn Reykjavíkur í maí 2022.
Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]
- ↑ Ólafsdóttir, Kristín (15. maí 2022). „Konurnar sem skráðu sig á spjöld sögunnar í nótt - Vísir“. visir.is . Sótt 3. janúar 2023.
- ↑ 2,0 2,1 Cluett, Edmund. „Magnea Gná Jóhannsdóttir (RCN '15 - '17)“. UWC Red Cross Nordic (bandarísk enska). Sótt 3. janúar 2023.
- ↑ Árnason, Eiður Þór (20. apríl 2022). „Magnea Gná nýr formaður Ung Framsókn í Reykjavík - Vísir“. visir.is . Sótt 3. janúar 2023.
- ↑ „ÁSTA HANNESDÓTTIR“. www.mbl.is . Sótt 3. janúar 2023.
- ↑ „Magnea Gná Jóhannsdóttir | Reykjavik“. reykjavik.is . Sótt 3. janúar 2023.
- ↑ Árnason, Eiður Þór (20. apríl 2022). „Magnea Gná nýr formaður Ung Framsókn í Reykjavík - Vísir“. visir.is . Sótt 3. janúar 2023.