Dýralæknir

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Dýralæknir sker upp kött

Dýralæknir er læknir með próf í dýralæknisfræði sem meðhöndlar sjúkdóma í dýrum, gefa þeim lyf og fylgist með heilsu þeirra. Í mörgum löndum er starfsemi dýralækna stjórnað með lögum. Á Íslandi sér Matvælastofnun um eftirlit á dýralæknum.

Dýralæknar geta verið sérfræðingar á tilteknu sviði dýralæknisfræði, annað hvort í meðhöndlun sérstrakra hópa dýra svo sem gæludýra, búfjár, dýragarðsdýra eða hesta, eða í ákveðinni læknisfræðigrein eins og uppskurði, húðsjúkdómafræði eða lyflæknisfræði. Eins og aðrir læknar gera dýralæknar grein fyrir siðferðilegum spurningum í sambandi við velferð sjúklinganna þeirra. Deilt er um hvort fegrunaraðgerðir svo sem að fjarlægja kattaklær og að stýfa skott á hundum ræmi saman við dýralæknisfræðileg siðferðisgildi.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.