Trausti Breiðfjörð Magnússon

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Trausti Breiðfjörð Magnússon
Fæddur1. apríl 1996 (1996-04-01) (28 ára)
StörfStjórnmálamaður
FlokkurSósíalistaflokkurinn

Trausti Breiðfjörð Magnússon er íslenskur stjórnmálamaður. Hann hefur verið borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur frá 2022.[1]

Æviágrip[breyta | breyta frumkóða]

Trausti fæddist í Reykjavík árið 1996 og ólst upp í Grafarvogi. Hann er með rætur utan af landi, bæði norður í Hrútafirði og norðan af Ströndum.[1]

Trausti lauk stúdentsprófi af félagsfræðibraut frá Menntaskólanum við Sund og Kvennaskólanum í Reykjavík árið 2016. Hann hóf síðan nám í sálfræði og félagsfræði við Háskóla Íslands, en tók hlé frá námi vegna kjörs í borgarstjórn árið 2022.[1]

Trausti hefur unnið við, m.a. sem veitingaþjónn, leiðbeinandi, velferðarstarfsmaður og dagskrárgerðarmaður. Hann hefur einnig lokið námskeiði sem veitir landvarðarréttindi og ferðaðist um heiminn í sex mánuði árið 2017.[1]

Stjórnmál[breyta | breyta frumkóða]

Hann var skipaður í annað sæti hjá á Sósíalistaflokknum fyrir Borgarstjórnarkosningar í Reykjavík 2022. Hann náði kjöri; er annar borgarfulltrúi flokksins á eftir Sanna Magdalena Mörtudóttir.

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. 1,0 1,1 1,2 1,3 „Borgarfulltrúi Sósíalistaflokkurinn“. Reykjavik.