Fara í innihald

Sanna Magdalena Mörtudóttir

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Sanna Magdalena Mörtudóttir
Borgarfulltrúi í Reykjavík
frá    flokkur
2018  Sósíalistaflokkurinn
Persónulegar upplýsingar
Fædd3. maí 1992 (1992-05-03) (32 ára)
Reykjavík, Íslandi
StjórnmálaflokkurSósíalistaflokkurinn
HáskóliHáskóli Íslands
StarfStjórnmálamaður

Sanna Magdalena Mörtudóttir er íslensk-tansanísk stjórnmálakona, leiðtogi Sósíalistaflokks Íslands og borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur frá 2018. Hún náði kjöri í borgarstjórn sem oddviti Sósíalistaflokksins í sveitarstjórnarkosningum landsins árið 2018, þá 26 ára gömul, og varð þá yngsti borgarfulltrúi í sögu Reykjavíkur.[1]

Árið 2024 var hún kjörin leiðtogi Sósíalistaflokksins og hún leiddi lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður í alþingiskosningunum 2024.[2]

Sanna er fædd í Reykjavík. Móðir hennar er íslensk en faðir hennar tansanískur. Foreldrar hennar hittust í Englandi og Sanna ólst upp í London fyrstu árin.[3] Þegar hún var sjö ára flutti hún með móður sinni til Reykjavíkur, þar sem hún ólst upp.[3]

Sanna er með MA-gráðu í mannfræði frá Háskóla Íslands.[3][4]

Stjórnmál

[breyta | breyta frumkóða]

Sanna náði kjöri í borgarstjórn Reykjavíkur sem oddviti Sósíalistaflokksins í sveitarstjórnarkosningum landsins árið 2018, þá 26 ára gömul. Þá braut hún met sem yngsti borgarfulltrúi í sögu Reykjavíkur.[1] Í stjórnmálum hefur hún lagt stund á mál sem tengjast jafnrétti og velferð.

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. 1,0 1,1 „Sanna slær met Davíðs“. mbl.is. 27. maí 2018. Sótt 17. desember 2018.
  2. Arnardóttir, Lovísa (20 október 2024). „Sanna leiðir lista Sósíal­ista­flokks í Reykja­vík suður - Vísir“. visir.is. Sótt 2 nóvember 2024.
  3. 3,0 3,1 3,2 „„Vill ekki verða tamin millistéttarkona í dragt". Vísir. Sótt 18. desember 2018.
  4. Reykjavik.is, „Sanna Magdalena Mörtudóttir“ (skoðað 3. júlí 2019)