Heiða Björg Hilmisdóttir

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Heiða Björg Hilmisdóttir (f. 21. febrúar 1971) er íslensk stjórnmálakona. Hún var kjörin varaformaður Samfylkingarinnar í febrúar 2017, og er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar í Reykjavík. Hún tók sæti í borgarstjórn haustið 2015, þegar Björk Vilhelmsdóttir hætti í stjórnmálum. Heiða Björg var formaður Kvennahreyfingar Samfylkingarinnar 2013 - 2015 . Heiða Björg var upphafskona þess að stjórnmálakonur sendu frá sér yfirlýsingu „Áskorun til stjórnmálanna í skugga valdsins #metoo“ þar sem 419 stjórnmálakonur skoruðu á stjórnmálin að breytast og útrýma kynbundinni áreitni, ofbeldi og misbeitingu valds innan sinna raða. Fleiri hópar fylgdu svo í kjölfarið. Heiða Björg hefur verið formaður Ofbeldisvarnarnefndar Reykjavíkur frá stofnun hennar sem samþykkt var á hátíðarfundi kvenna í borgarstjórn í tilefni af 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna þann 31. mars 2015.  og er henni ætlað að takast á við ofbeldi í sinni víðustu mynd – öllu ofbeldi alls staðar.

Eiginmaður Heiðu er Hrannar B. Arnarsson, fyrrverandi aðstoðarmaður Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

  Þetta æviágrip sem tengist Íslandi og stjórnmálum er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
  1. „Heiða Björg nýr varaformaður - Viðskiptablaðið“. www.vb.is (enska). Sótt 27. september 2020.