Braggi
Útlit
Braggi er bogalaga bygging klædd að utan með bárujárni. Byggingin er eins og hálfur sívalningur. Braggar voru notaðir sem skemmur, gripahús og herskálar. Í Seinni heimsstyrjöldinni voru herskálar oft braggar. Bretar reistu mörg braggahverfi úr forsniðnum bragga einingum sem þeir komu með til Íslands þegar þeir hernámu landið. Alls risu um 6000 breskir braggar en þegar Bandaríkin tóku við hernáminu þá reistu þeir til viðbótar 1500 bragga. Bresku braggarnir voru Nissen-braggar en bandarísku braggarnir voru svonefndir Quonset-braggar.[1] Braggahverfin sem hermenn skildu eftir voru svo um langt skeið notuð sem íbúðarhúsnæði.
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]Tenglar
[breyta | breyta frumkóða]Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist Braggi.