Guðmundur Franklín Jónsson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Guðmundur Franklín Jónsson (fæddur 31. október 1963) er íslenskur viðskiptamaður og stjórnmálamaður. Hann er menntaður í viðskipta- og hagfræði [1] og hefur meðal annars starfað sem verðbréfamiðlari í Bandaríkjunum en er nú hótelstjóri í Danmörku.

Guðmundur stofnaði stjórnmálaflokkinn Hægri grænir, bauð fram undir merkjum hans til Alþingis árið 2013 og hlaut 1.7% fylgi. Þó var hann ekki kjörgengur vegna búsetu erlendis. Hann býður sig fram til forseta árið 2020 en áður hafði hann ætlað að bjóða sig fram árið 2016 en náði ekki tilskyldum meðmælum.

Guðmundur Franklín gaf kost á sér í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir alþingiskosningarnar árið 2016.[2]

Hann er meðal annars andsnúinn 3. orkupakkanum og Evrópusambandinu.

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Ævintýramaðurinn sem vill verða forseti ÍslandsVísir. skoðað, 26. maí 2020
  2. Guðmundur Franklín í prófkjör Ruv.is, skoðað 26. maí 2020