Fara í innihald

Stöðugleikasáttmálinn

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Stöðugleikasáttmálinn er óformlegur samstarfssamningur og viljayfirlýsing á milli hins opinbera á Íslandi og helstu aðila atvinnulífsins og stéttarfélaga.[1] Samningurinn var gerður eftir bankahrunið á Íslandi og er markmið hans að tryggja stöðugleika í íslensku efnahagslífi. Stöðugleikasáttmálinn var undirritaður í Þjóðmenningarhúsinu 25. júní 2009. Efnahagsleg markmið sáttmálans eru þau að í lok árs 2010 verði verðbólga ekki yfir 2,5%, halli hins opinbera ekki meiri en 10,5% af VLF, dregið hafi úr gengissveiflum, gengið styrkist og nálgist jafnvægisgengi. Þá er við það miðað að vaxtamunur við evrusvæðið verði innan við 4%.[2] Nánar tiltekið eru aðilar sáttmálans Alþýðusamband Íslands (ASÍ), Bandalag háskólamanna (BHM), Bandalag starfsmanna ríkis og bæja (BSRB), Kennarasamband Íslands (KÍ), Samtök starfsmanna fjármálafyrirtækja (SSF), Samtök atvinnulífsins (SA), ríkisstjórnin og Samband íslenskra sveitarfélaga.

Samtök atvinnulífsins sögðu sig einhliða frá stöðugleikasáttmálanum. Meðal ástæða sögðu SA að skattar hefðu verið hækkaðir umfram það sem gert var ráð fyrir og að aðgerðir til að stuðla að minna atvinnuleysi hefði ekki gengið eftir.[3] Í viðtali við RÚV sagði Vilhjálmur Egilsson, formaður SA, að afleiðingar af þessu yrði minni samstarfsvilji þegar kæmi að næstu kjarasamningum. Sama dag lýsti önnur ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur yfir vonbrigðum sínum með afstöðu SA og gerði í yfirlýsingu sinni skötuselsfrumvarpið, frumvarp um veiðar á skötusel sem SA höfðu sagt síðasta kornið sem fyllti mælinn, að aðalefni.[4]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. „Hvað er stöðugleikasáttmálinn?“. Afrit af upprunalegu geymt þann 20. apríl 2010. Sótt 2. desember 2009.
  2. Stórir áfangar sem eyða óvissu, grein eftir Jóhönnu Sigurðardóttur sem birtist í Fréttablaðinu 29.6.2009
  3. Kornið sem fyllti mælinn - Stöðugleikasáttmálanum slitið[óvirkur tengill]
  4. Yfirlýsing ríkisstjórnar vegna afstöðu stjórnar SA til afgreiðslu skötuselsfrumvarpsins