Haukur Hilmarsson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Haukur Hilmarsson
Fæddur 22. júlí 1986(1986-07-22)
Ísland
Látinn 24. febrúar 2018 (31 árs)
Afrin, Sýrland
Starf/staða Aðgerðarsinni
Bónusfáninn sem Haukur dró að húni á Alþingishúsinu.

Haukur Hilmarsson (f. 22. júlí 1986, saknað 24. febrúar 2018) var íslenskur aðgerðarsinni.[1][2] Hann komst í landsfjölmiðlana í Búsáhaldbyltingunni eftir að hann klifraði upp á þak Alþingishúsins og flaggaði fána Bónus verslunarkeðjunnar á flaggstöng hússins.[3][4] Handtaka hans tveimur vikum seinna[5][6] leiddi til áhlaupsins á lögreglustöðina við Hverfisgötu þar sem Haukur var í haldi.[7][8][9] Haukur var anarkisti og umhverfissinni, hann starfaði með Saving Iceland frá árinu 2005, vann með hreyfingu sjálfboðaliða í Palestínu 2007 og var helsti hvatamaður að stofnun No Borders á Íslandi 2009, svo nokkuð sé nefnt.

Mannshvarf[breyta | breyta frumkóða]

Haukur ferðaðist til Sýrlands árið 2017 og gekk til liðs við alþjóðadeild hersveita Kúrda undir stjórn YPG. Hann tók þátt í orrustunni um Al-Raqqah það sama ár.[10] Í mars 2018 var tilkynnt að Haukur hefði fallið í loftárás tyrkneska hersins í Afrin í Sýrlandi 24. febrúar það sama ár.[11][12][13] Engin staðfesting hefur fengist á andláti hans. Tyrkneskir fjölmiðlar fullyrtu að Tyrkir myndu senda lík hans heim en tyrknesk stjórnvöld hafa ekki fengist til að staðfesta að þau viti hvar líkamsleifar hans sé að finna eða hvernig þau geti fullyrt að hann sé látinn. Samkvæmt heimildamönnum á svæðinu var Hauks saknað nokkrum vikum fyrr en samkvæmt opinberu útgáfunni.

Fjölskylda[breyta | breyta frumkóða]

Haukur var sonur Evu Hauksdóttur, aðgerðarsinna og rithöfundar.[14]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

 1. Alma Ómarsdóttir 7. mars 2018, „Aktífisti og baráttumaður fyrir hælisleitendur". RÚV. Skoðað 8. mars 2018.
 2. „Íslendingur sagður hafa verið myrtur af tyrkneska hernum í Sýrlandi". Stundin. 7. mars 2018. Skoðað 8. mars 2018.
 3. Steindór Grétar Jónsson 9. mars 2018, „Baráttumaður fyrir landamæralausum heimi". Stundin. Skoðað 9. mars 2018.
 4. „Bónusfánamaður handtekinn". Morgunblaðið. 22. nóvember 2008. Skoðað 8. mars 2018.
 5. „Var ekki handtekinn til að koma í veg fyrir þátttöku í mótmælum". Vísir.is. 23 November 2008. Skoðað 8. mars 2018.
 6. „Boðuð mótmæli höfðu ekki áhrif á handtöku Hauks". Vísir.is. 23. nóvember 2008. Skoðað 8. mars 2018.
 7. „Mótmælendur réðust inn í lögreglustöðina". Fréttablaðið. 23. nóvember 2008.: 1, 6. Skoðað 8. mars 2018.
 8. „Frjáls fánamaður krefst byltingar". Dagblaðið Vísir. 22. nóvember 2008. Skoðað 8. mars 2018.
 9. Önundur Páll Ragnarsson 23. nóvember 2008, „Reyndu að frelsa mann úr varðhaldi". Morgunblaðið. Skoðað 8. mars 2018.
 10. „Móðir Hauks óskar eftir upplýsingum um hann". Stundin. 7. mars 2018. Skoðað 8. mars 2018.
 11. Birgir Olgeirsson; Kolbeinn Tumi Daðason og Samúel Karl Ólason 7. mars 2018, „Íslendingur sagður hafa fallið í stríðsátökum í Sýrlandi". Vísir.is. Skoðað 8. mars 2018.
 12. Etkin Haber Ajansı 6. mars 2018, „EÖT savaşçısı İzlandalı Haukur Hilmarsson şehit düştü". etha.com. (Turkish) Skoðað 8. mars 2018.
 13. Spencer, Richard 9. mars 2018, „Veteran Icelandic activist Haukur Hilmarsson killed fighting for Kurds in Syria". The Times. Skoðað 9. mars 2018.
 14. „Eva norn gefur út bók um ýlandi dræsur". Vísir.is. 25. mars 2010. Skoðað 9. mars 2018.