Fara í innihald

Sturla Jónsson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Sturla Hólm Jónsson (f. í Reykjavík 4. nóvember 1966) er íslenskur vörubílsstjóri og stjórnmálamaður. Eig­in­kona hans heitir Aldís Erna Helga­dóttir og eiga þau þrjú börn. Sturla ólst upp í Breiðholti í Reykjavík og var nemandi í Fellaskóla. Hann hóf atvinnuþátttöku strax að loknu grunnskólaprófi, aðeins 15 ára gamall. Sturla stofnaði sinn eigin rekstur árið 1998 sem hann stundaði til ársins 2008.[1]

Innkoma Sturlu inn í þjóðfélagsumræðuna

[breyta | breyta frumkóða]

Sturla varð þjóðþekktur í kjölfar mótmæla vörubílsstjóra á íslandi árið 2008 og var áberandi í Búsáhaldabyltingunni sem hófst í kjölfar efnahagshrunsins haustið 2008. Sturla tapaði miklum fjármunum í hruninu og fluttist í kjölfarið tímabundið til Noregs[2][3], líkt og margir gerðu á þeim tíma.

Sturla var ein af aðalpersónum myndarinnar „Guð blessi Ísland“, í leikstjórn Helga Felixsonar sem frumsýnd var í október 2009 og fjallaði um afleiðingar hrunsins.[4]

Mótmæli 2008

[breyta | breyta frumkóða]

Mótmæli vörubílsstjóra

[breyta | breyta frumkóða]

Mótmæli vörubílsstjóra hófust 27. mars 2008 og var Sturla skipuleggjandi mótmælanna. Mótmælin lýstu sér í því að atvinnubílstjórar lögðu vörubílum sínum á stórum umferðaræðum á höfuðborgarsvæðinu og hindruðu þannig alla umferð. Gengu þau út á að mótmæla of háum olíusköttum, of stífum reglum um hvíldartíma atvinnubílstjóra og þess krafist að nýjar reglur um endurnýjun á meiraprófsréttindum verði endurskoðaðar.

Aðgerðaröð mótmæla vörubílsstjóra

[breyta | breyta frumkóða]

Mótmælin stóðu yfir daglega frá 27. mars til 1. apríl 2008 á nokkrum stöðum á landinu. 4. apríl mótmæltu vörubílstjórar á Selfossi og síðan varð hlé á aðgerðum þangað til 23. apríl þegar fjöldi mótmælenda kom saman við Rauðavatn í Reykjavík og stöðvaði þar umferð.

Aðgerðir lögreglu

[breyta | breyta frumkóða]

Lögreglan mætti á staðinn, vopnuð óeirðarbúnaði og kom til átaka milli lögreglu og mótmælenda sem endaði með því að 21 mótmælandi var handtekinn og lögreglan sprautaði piparúða á fjöldann. Ljósmynd af atburðinum var valin fréttamynd ársins 2008[5].

Slæst í kekki milli mótmælenda og lögreglunnar

[breyta | breyta frumkóða]

Var steinum og eggjum m.a. kastað í lögreglumenn með þeim afleiðingum að einn slasaðist þegar hann fékk grjót í höfuðið. Þá lagði lögregla hald á 16 ökutæki þennan dag. Segja má að hámæli mótmæla vörubílstjóra hafi verið þennan dag og lauk þeim alfarið 25. apríl þegar nokkur ungmenni mótmæltu við gagnamót Kringlumýrabrautar og Miklubrautar.

Þátttaka Sturlu í Búsáhaldabyltingunni

[breyta | breyta frumkóða]

Sturla tók virkan þátt í Búsáhaldabyltingunni[6] og steig á stokk á Austurvelli laugardaginn 1. nóvember 2008 og talaði til mótmælenda sem þá voru á annað þúsund. Allar götur síðan hefur Sturla verið áberandi í þjóðfélagsumræðunni og haldið uppi baráttu um bætt kjör lántakenda.

Framboð Sturlu Jónssonar

[breyta | breyta frumkóða]

Stjórnmálamaðurinn Sturla

[breyta | breyta frumkóða]

Frá haustinu 2008 hefur hann fjórum sinnum farið í framboð, þrisvar til Alþingis og einu sinni til embættis forseta Íslands. Málefni lántakenda hafa verið hans helsta baráttumál allan hans stjórnmálaferil og á kosningavef RÚV segir hann í aðdraganda Alþingiskosninga 2016:

Ég hóf þá baráttu sem enn sér ekki fyrir endann á sem sneri að lögmæti lána, hegðun lánastofnana gagnvart viðskiptavinum sínum með fulltingi sýslumanna, úrræðaleysis og afskiptaleysis annarra stjórnvalda gagnvart þeim."[1]

Alþingiskosningar 2009

[breyta | breyta frumkóða]

Í kosningum til Alþingis vorið 2009 bauð Sturla sig fram sem oddviti Frjálslynda flokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður[7]. Flokkurinn fékk 700 atkvæði í kjördæminu, eða 2% greiddra atkvæða en náðu ekki kjörnum manni á þing.

Alþingiskosningar 2013

[breyta | breyta frumkóða]

Í Alþingiskosningunum árið 2013 bauð hann fram undir eigin nafni, en áður hét flokkurinn Framfaraflokkurinn[8]. Framboð Sturla Jónssonar fékk listabókstafinn K og var í framboði í Reykjavíkurkjördæmi suður. Sturla bjó sjálfur í Reykjavíkurkjördæmi norður og gat því sjálfur ekki kosið eigið framboð. Framboðið hlaut 222 atkvæði, eða 0,1% og náði ekki manni inn á þing.

Forsetakosningar 2016

[breyta | breyta frumkóða]

Sturla var frambjóðandi í forsetakosningunum árið 2016 og hlaut 6.446 atkvæði, eða 3,5% atkvæða. Hann vakti athygli fyrir að fara í eigin persónu hringinn í kringum landið[9] að safna meðmælum, sem hann lauk við að safna fyrstur allra frambjóðenda og safnaði alls 2.729[10] gildum meðmælum þegar lögbundið lágmark er 1.500[11]. Í Sunnlendingafjórðungi safnaði hann 2.214 meðmælendum, í Austfirðingafjórðungi 105 meðmælendum, í Norðlendingafjórðungi 310 meðmælendum og í Vestfirðingafjórðungi 100 meðmælendum.

Alþingiskosningar 2016

[breyta | breyta frumkóða]

Sturla Jónsson tilkynnti þann 21. ágúst 2016[12] að hann myndi verða í framboði fyrir Dögun í þingkosningunum 29. október 2016. Þann 13. september var síðan tilkynnt að hann yrði oddviti flokksins í Suðurkjördæmi.[13] Flokkurinn hlaut 611 atkvæði í kjördæminu, eða 2,3%[14] sem var mun hærra en flokkurinn hlaut á landsvísu (1,7%). Flokkurinn náði engum manni kjörnum á þing.

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. 1,0 1,1 Sturla Jónsson, framkvæmdastjóri Geymt 4 júlí 2016 í Wayback Machine. ruv.is [tekið af vefnunm] [skoðað 18.01.2017]
  2. Sturla heldur til Noregs. mbl.is [tekið af vefnum] [skoðað 18.01.2017]
  3. Sturla Jónsson: „Ég er búinn að gefast upp“. visir.is [tekið af vefnum] [skoðað 18.01.2017]
  4. Guð blessi Ísland Geymt 30 júlí 2016 í Wayback Machine. sena.is [tekið af vefnum] [skoðað 18.01.2017]
  5. Gas gas - fréttamynd ársins. visir.is [tekið af vefnum] [skoðað 18.01.2017]
  6. Sturla Jónsson þeytir flauturnar[óvirkur tengill]. dv.is [tekið af vefnum] [skoðað 18.01.2017]
  7. Framboð í Reykjavíkurkjördæmi Suður í kosningum 2009 Geymt 1 september 2012 í Wayback Machine. 2009.kosning.is [tekið af vefnum] [skoðað 18.01.2017]
  8. Skrá yfir listabókstafi stjórnmálaflokka Geymt 15 apríl 2013 í Wayback Machine. kosning.is [tekið af vefnum] [skoðað 18.01.2017]
  9. Sturla Jónsson kominn með nóga meðmælendur og tilkynnir framboð Geymt 20 maí 2016 í Wayback Machine. kvennabladid.is [tekið af vefnum] [skoðað 18.01.2017]
  10. Framboð - Sturla Hólm Jónsson Geymt 9 maí 2016 í Wayback Machine. 641.is [tekið af vefnum] [skoðað 18.01.2017]
  11. Tíu staðreyndir um Sturla Jónsson. kjarninn.is [tekið af vefnum] [skoðað 18.01.2017]
  12. Sturla Jónsson býður sig fram til Alþingis. kjarninn.is [tekið af vefnum] [skoðað 18.01.2017]
  13. Sturla efstur á lista Dögunar í Suðurkjördæmi. ruv.is [tekið af vefnum] [skoðað 18.01.2017]
  14. Vefur Hagstofu Íslands, www.hagstofa.is, „Úrslit alþingiskosninga eftir kjördæmi 2016.“ [Skoðað 18.01.2017]
  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.