Þorsteinn M. Jónsson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stökkva á: flakk, leita
Þorsteinn M. Jónsson

Þorsteinn M. Jónsson (f. 18. febrúar 1963) er stjórnarformaður Vífilfells hf.[1] og fyrrverandi stjórnarformaður Glitnis hf.[2][3][4][5]. Hann hefur átt sæti í stjórnum ýmissa fleiri fyrirtækja, þeirra á meðal FL Group hf.[6][7], Refresco Holding BV., 365 hf.[8] og Teymis hf.[9][10]

Á meðan stjórnarsetu hans í fjárfestingarfyrirtækinu FL Group stóð útvegaði Þorsteinn Sjálfstæðisflokknum 25 milljón króna styrk. Þetta hefði ekki verið í frásögur færandi ef Sjálfstæðisflokkurinn hefði ekki um sama leyti sett lög sem takmörkuðu fjárstyrki við flokka frá stökum lögaðilum við 300 þúsund krónur (sjá Styrkjamálið).[11]

Nýlega hefur komið í ljós að Þorsteinn átti í umfangsmiklum viðskiptum við Kaupþing banka, sem nú er gjaldþrota, og skuldaði marga milljarða króna. Meðal annars gegn verðlausum veðum.[12] Einhverju eftir að Þorsteinn fjárfesti í Vífilfelli kom hann að máli við Styrmi Gunnarsson sem spurði hann „Þorsteinn, ég veit að þú átt enga peninga, geturðu útskýrt fyrir mér hvernig þú getur keypt Vífilfell?”, ekki lá á svari Þorsteins „Með þróaðri fjármálatækni”.[13]

Nám og starfsferill[breyta | breyta frumkóða]

Þorsteinn lauk Cand. oecon prófi (BA í hagfræði) frá Háskóla Íslands árið 1988 og hlaut MA gráðu í hagfræði frá Northwestern University árið 1991.

Þorsteinn starfaði sem hagfræðingur, fyrst hjá Seðlabanka Íslands og síðan Samtökum Iðnaðarins þar til hann var ráðinn sem framkvæmdastjóri Vífilfells 1996. Því starfi gegndi hann til ársins 2005 þegar hann tók við sem stjórnarformaður fyrirtækisins.[9] Þorsteinn hefur samhliða störfum sínum gegnt hlutverki fjárfestis og hefur tekið þátt í margvíslegum verkefnum á Íslandi og erlendis á undanförnum árum.

Hann var kosinn stjórnarformaður Glitnis í febrúar 2007,[14][15].

Þorsteinn býr í Reykjavík og London, er fráskilinn og á eitt barn. Faðir hans er Jón Þórarinsson, tónskáld.

Málsókn Glitnis banka[breyta | breyta frumkóða]

Þann 11. maí 2010 var málsókn Glitnis banka á hendur Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, Þorsteini Jónssyni, Jóni Sigurðssyni, Lárusi Welding, Pálma Haraldssyni, Hannesi Smárasyni og Ingibjörgu Stefaníu Pálmadóttur þingfest fyrir rétti í New York-fylki, þar sem þau eru ákærð fyrir það að „...hafa með sviksamlegum og ólöglegum hætti haft fé af bankanum sem nemur meira en tveimur milljörðum dala...“.[16] Endurskoðendafyrirtækið PricewaterhouseCoopers er einnig ákært fyrir að „...greiða fyrir og taka þátt í að dylja þau sviksamlegu viðskipti sem Jón Ásgeir og félagar komu í kring og sem að endingu leiddu til falls bankans í október 2008.“[16]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

 1. „Stjórn Vífilfells“, skoðað þann 10. september 2007.
 2. „Glitnir: Stjórn bankans“, skoðað þann 10. september 2007.
 3. „Fimm nýir menn í stjórn Glitnis“, skoðað þann 19. febrúar 2009.
 4. „Breytingar á stjórn Glitnis“, skoðað þann 19. febrúar 2009.
 5. „Krefst 1.900 þúsund króna í bætur frá stjórnarmönnum“, skoðað þann 19. febrúar 2009.
 6. „FL-Group Board of Directors“, skoðað þann 10.september 2007.
 7. „Sjálfkjörið í stjórn FL Group“, skoðað þann 19. febrúar 2009.
 8. „Stjórn 365 miðla“, skoðað þann 10.september 2007.
 9. 9,0 9,1 „Stjórn Teymis“, skoðað þann 10.september 2007.
 10. „Sjálfkjörið í stjórn Teymis og hlutafé aukið um 4 milljarða“, skoðað þann 19. febrúar 2009.
 11. „Þorsteinn í Kók hafði milligöngu um styrk frá FL Group og Steinþór Gunnarsson frá Landsbankanum“ (11. apríl 2009), skoðað þann 5. september 2009.
 12. „Coca Cola hótaði Kaupþingi“ (4. október 2009), skoðað þann 4. október 2009.
 13. „Skýrsla Siðferðishóps Rannsóknarnefndar Alþingis“ (pdf) bls: 66,
 14. „Fimm nýir menn í stjórn Glitnis“, skoðað þann 19. febrúar 2009.
 15. „Stefna Glitnis óbreytt þrátt fyrir eiganda- og forstjóraskipti“, skoðað þann 19. febrúar 2009.
 16. 16,0 16,1 „Glitnir banki stefnir Jóni Ásgeiri Jóhannessyni og fleirum fyrir meint fjársvik og krefst bóta að jafnvirði 258 milljarða króna Jafnframt er endurskoðunarfyrirtækinu PricewaterhouseCoopers stefnt fyrir afglöp í trúnaðarstarfi og vítaverða vanrækslu“, skoðað þann 13. október 2010.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]