Mótmæli 2009-2010

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Yfirlit yfir skipulögð mótmæli á Íslandi frá ríkisstjórnarskiptum 31. janúar 2009 og út árið 2010.

Skipulögð mótmæli á Íslandi frá 31. janúar til ársloka 2009[breyta | breyta frumkóða]

31. janúar 2009[breyta | breyta frumkóða]

Um 2000 manns komu saman á Austurvelli þar sem að í raun mætti segja að ekki hafi verið um eiginleg mótmæli líkt og verið hafði undanfarið á laugardögum heldur væri þetta í raun svo kölluð sigurhátíð þar sem að ríkisstjórnin hefði sagt af sér í kjölfar síðustu mótmæla. Þó sögðu þeir að það væri enn verkefni fyrir höndum að koma stjórn Seðlabankans frá. Viðar Hreinsson bókmenntafræðingur, Katrín Snæhólm Baldursdóttir listakona og Viðar Þorsteinsson heimsspekingur héldu erindi á fundinum. Seinna um kvöldið voru svo einnig haldnir sigurtónleikar Radda fólksins sem bar heitið Búsáhaldaboogie. Aðgangseyririnn rann óskiptur til Radda fólksins. [1] [2][3]

7. febrúar 2009[breyta | breyta frumkóða]

Raddir fólksins stóðu fyrir sínum 18. mótmælafundi á Austurvelli og mættu á milli 500-1.000 manns á fundinn. Meðal mótmælenda voru þýskir sparifjáreigendur sem komu til landsins til að funda með Kaupþingsmönnum í þeirri von að endurheimta sparifé sitt. Ræðumenn voru Laufey Ólafsdóttir, formaður einstæðra foreldra og Andrés Magnússon geðlæknir. Á fundinum hvatti Hörður Torfason mótmælendur til að efna til mótmæla við Seðlabankann tveimur dögum síðar þegar Davíð Oddsson og Eiríkur Guðnason, þáverandi seðlabankastjórar myndu mæta til vinnu.[4]

14. febrúar 2009[breyta | breyta frumkóða]

Raddir fólksins mótmæltu 19. laugardaginn í röð á Austurvelli undir yfirskriftinni „Breiðfylking gegn ástandinu“. Krafan var sú að stjórn Seðlabankans viki. Ávarp fluttu Elísabet Jónsdóttir, ellilífeyrisþegi og Ágúst Guðmundsson, leikstjóri. Fundarstjóri var Hörður Torfason. Á heimasíðu Radda fólksins þennan dag kom fram að talsmenn samtakanna hefðu fundað með forsætisráðherra, viðskiptaráðherra og forseta ASÍ dagana á undan og að þar hafi staða Seðlabankans verið rædd.[5]

21. febrúar 2009[breyta | breyta frumkóða]

Samtökin Raddir fólksins stóðu fyrir mótmælafundi á Austurvelli 20.laugardaginn í röð. Mótmælin að þessu sinni voru fámenn og hefur veðrið án efa átt sinn þátt í því. [6] Að þessu sinni voru ræðumenn Marinó G. Njálsson, ráðgjafi, sem flutti ræðuna „Stöndum vörð um heimilin“ [7] og Steinunn Guðjónsdóttir, framkvæmdastýra.

22. febrúar 2009[breyta | breyta frumkóða]

Öskra, hreyfing byltingarsinnaðra stúdenta mótmælti á Lækjartorgi að kvöldi 22. febrúar 2009. Boðað var til mótmælanna á netinu og mótmælendur hvattir til að mæta með eldivið og byltingarandann, en fáir svöruðu kallinu því einungis um 20 manns mættu til að mótmæla. Kveikt var bál sem lögregla og slökkvilið sáu til að yrði slökkt með þeim afleiðingum að mótmælendur létu sig hverfa. Á vefsíðu hreyfingarinnar var fólk hvatt til að láta í sér heyra þar sem mótmæli hafi verið „undarlega þögul“ um eitthvert skeið og því haldið fram að stjórnvöld beittu lögreglunni til að viðhalda vinnufriði.[8]

28. febrúar 2009 [breyta | breyta frumkóða]

Raddir fólksins stóðu fyrir 27. mótmælafundinum í röð þann 28. febrúar 2009. Valgeir Skagfjörð, leikari og leikstjóri, og Heiða Björk Heiðarsdóttir fluttu ræður á fundinum. Þar kom einnig fram að hópurinn hefði átt fund með þáverandi Dóms- og kirkjumálaráðherra, Rögnu Árnadóttur. En þar kynnti hreyfingin kröfu sína um frystingu eigna „útrásarvíkinganna“. [9]

7. mars 2009[breyta | breyta frumkóða]

Um 300 manns sóttu laugardags mótmælafund Radda fólksins á Austurvelli. Ragnheiður Gestsdóttir rithöfundur og Carlos Ari Ferrer, kennari og fyrrverandi sóknarprestur, héldu ræður fundarins.[10][11]

14. mars 2009[breyta | breyta frumkóða]

29. fundur samtakanna Radda fólksins var haldinn á Austurvelli. Lítil þátttaka mótmælenda var á fundinum enda mikil úrkoma og leiðinda veður. Ræðumenn dagsins voru Aðalheiður Ámundadóttir og Hjálmar Sveinsson, útvarpsmaður, og má lesa ræðu hans á bloggsíðu Láru Hönnu Einarsdóttur [12]

15. apríl 2009[breyta | breyta frumkóða]

Hælisleitendur boðuðu mótmæli fyrir framan Alþingi. Tilgangurinn var að minna stjórnvöld á tilvist hælisleitenda og bið þeirra eftir afgreiðslu mála. Var þess krafist að stjórnvöld hætti að senda hælisleitendur úr landi á grundvelli Dyflinnar-reglugerðarinnar.[13] Önnur mótmæli áttu sér einnig stað sama dag. Daginn áður 14. apríl 2009 lokaði hústöku fólk sig inni í húsinu að Vatnsstíg 4 í Reykjavík. En lögreglunni var gert að rýma húsið og þann 15. apríl 2009 brutu á milli 40 til 50 lögreglumenn sér leið inn í húsið þar sem þeir handtóku hústökufólkið og færðu til skýrslutöku á lögreglustöðinni en til töluverðra ryskinga kom á milli lögreglu og hústökufólks.[14][15] Í kjölfarið að þessum aðgerðum lögreglunnar safnaðist saman hópur fólks um 30 manns fyrir framan lögreglustöðina til að mótmæla aðgerðum þeirra að Vatnsstíg en þau mótmæli fóru fram í ró og spekt að sögn lögreglu.[16]

8. júní 2009[breyta | breyta frumkóða]

Hópur fólks boðaði komu sína á Austurvöll til að mótmæla Icesave-samningunum kl. 14:50 á sama tíma og Steingrímur J. Sigfússon, þáverandi fjármálaráðherra flutti skýrslu um samningana á Alþingi.[17]

9. júní 2009[breyta | breyta frumkóða]

Hátt í þúsund manns komu saman hjá Alþingi gær til að mótmæla Icesave samningnum sem var kynntur daginn áður. Fjölmargir börðu með pottum og pönnum til að búa til hávaða og handtók lögreglan fimm einstaklinga fyrir að óhlýðnast fyrimælum. Fjölmargir notuðust við að mótmæla með skiltum sem báru með sér fyrisögnina „Iceslave“.[18]

11. júní 2009[breyta | breyta frumkóða]

Þrenn mótmæli voru á Austurvelli þann 11. júní 2009, en fremur fámennt var á þeim öllum. Námsmenn mótmæltu því að ekki væri gert ráð fyrir hækkun námslána á verðbólgutímum og því væri í reynd verið að skerða grunnframfærslu með því. Hópur kom saman til að mótmæla Icesave-samningunum og samstarfi ríkisvaldsins við Alþjóða gjaldeyrissjóðinn.Hagsmunasamtök heimilanna slógu upp tjöldum og gæddu sér á kakói. Kölluðu það „Tjaldborg heimilanna“ og talsmaður þeirra, Þorvaldur Þorvaldsson, smiður, sagði tjaldborgina komna til að vera. Hann útilokaði ekki að tjaldbúar héldu kyrru fyrir á svæðinu yfir nóttina og jafnvel fleiri nætur, en ekki virðist hafa orðið neitt úr því.[19]

13. júní 2009[breyta | breyta frumkóða]

Samtök fólks sem er andvígt Icesave-samkomulaginu boðaði til mótmælafundar á Austurvelli kl. 14:00. Um 29.000 manns boðuðu komu sína á facebook, en hinsvegar mættu einungis örfáir á svæðið.[20][21]

17. júní 2009[breyta | breyta frumkóða]

Nokkrir mótmælendur tóku sér stöðu á Austurvelli og trufluðu ávarp forsætisráðherra vegna þjóðhátíðardagsins með hrópum og köllum. Lögreglan hafði undirbúið sig fyrir mótmæli og var Austurvöllur því vel mannaður af lögregluliði sem stóð allt í kringum aðalsvæði hátíðarhaldanna. Allt fór þó vel fram að sögn lögreglu sem jafnframt sagði að mótmælendur hefðu verið á bilinu 10-15.[22][23]

20. júní 2009[breyta | breyta frumkóða]

Boðað var til mótmæla á Akureyri vegna Icesave-samkomulagsins, sinnuleysis stjórnvalda á málefnum heimila og fyrirtækja og þess jafnframt krafist að dómskerfið tæki á „hvítflibbaglæpamönnum“.[24]

Einnig stóðu Raddir fólksins fyrir mótmælum á Austurvelli, en um var að ræða 30. fund samtakanna. Á fjórða hundrað manns tóku þátt í mótmælunum. Kröfðust mótmælendur þess að Icesave-samningurinn yrði  stöðvaður en jafnframt var þess krafist að „hvítflibbaglæpamenn“ skyldu svara til saka [25] [26]. Ræðumenn voru Andrea Ólafsdóttir [27] og Jóhannes Þ. Skúlason en hann ræddi undirritaðan samning ríkisstjórnar Íslands við Hollendinga og Breta um lausn Icesave deilunnar, ræðuna má finna á bloggsíðu Láru Hönnu Einarsdóttur [28].

27. júní 2009[breyta | breyta frumkóða]

Samtökin Raddir fólksins stóðu fyrir mótmælum á Austurvelli, en talið var að um 300 manns hafi þá komið saman til að mótmæla Icesave-samningnum [29]. Ræðumenn á mótmælunum voru Helgi Áss Grétarsson, lögfræðingur. Guðmundur Magnússon, varaformaður Aðgerðahóps háttvirtra öryrkja. Þórður B. Sigurðsson, formaður Hagsmunasamtaka Heimilanna.

23. júlí 2009[breyta | breyta frumkóða]

Mótmælt var fyrir utan Alþingishúsið vegna Icesave-samninganna og jafnframt boðuð mótmæli fyrir framan sýsluskrifstofur landsins þann 24. júní. Mótmælin voru boðuð af hópi sem kallapi sig „Börn Íslands“ undir slagorðinu: „Ekki samþykkja Icesave samningana í núverandi mynd.“[30]

7. ágúst 2009[breyta | breyta frumkóða]

Um 20 mótmælendur tóku sér stöðu fyrir utan iðnaðarráðuneytið á vegum samtakanna Saving Iceland. Grænu skyri eða málningu var slett á húsið og á bifreið Katrínar Júlíusdóttur, iðnaðarráðherra. Mótmælin snerust gegn undirritun fjárfestingasamnings vegna álvers Norðuráls í Helguvík, sem fram fór í ráðuneytinu á sama tíma. Sparkað var í höfuð lögreglumanns og annar var sleginn með fötu. Fimm voru handteknir, tvær konur og þrír karlar[31].Síðar um daginn söfnuðust um 20 mótmælendur saman við lögreglustöðina við Hlemm og kröfðust þess að hinum handteknu yrði sleppt úr haldi[32].

13. ágúst 2009[breyta | breyta frumkóða]

Ein fjölmennustu mótmæli sem haldin höfðu verið Íslandi voru haldin þennan fimmtudagseftirmiðdag í ágúst. Mótmælendur komu saman á Austurvelli þar sem boðað var til samstöðufundar vegna Icesave-samkomulagsins[33]. Um þrjú þúsund manns komu þar saman og mótmæltu þáverandi Icesave samkomulagi, þ.á.m. Davíð Oddsson, fyrrverandi forsætisráðherra.[34]

24. ágúst 2009[breyta | breyta frumkóða]

Mótmælendur söfnuðust saman á Helguvíkursvæðinu í Reykjanesbæ vegna fyrirhugaðra álversframkvæmda Norðuráls á svæðinu. Hópurinn tengdist samtökunum Saving Iceland. Alls var um átta mótmælendur að ræða og hlekkjuðu þeir sig meðal annars við grindverk á svæðinu[35].

19. október 2009[breyta | breyta frumkóða]

Icesave-samkomulaginu var mótmælt við Alþingishúsið á Austurvelli við upphaf þingfundar[36].

19. nóvember 2009[breyta | breyta frumkóða]

Mótmælendur komu saman á Austurvelli til að mótmæla Icesave-samkomulaginu og voru önnur mótmæli jafnframt boðið þann 1. desember[37]

12. desember 2009[breyta | breyta frumkóða]

Hagsmunasamtök heimilanna og Nýtt Ísland stóðu fyrir kröfufundi á Austurvelli. Fundarstjóri var Lúðvík Lúðvíksson og ræðumenn þau Ásgerður Jóna Flosadóttir, framkvæmdastjóri Fjölskylduhjálpar Íslands, Friðrik Ó. Friðriksson, stjórnarformaður Hagsmunasamtaka heimilanna og Ragnar Þór Ingólfsson, stjórnarmaður í VR. Helstu kröfur mótmælenda snerust að leiðréttingu höfuðsstóls lána, afnámi verðtryggingar og að veð takmarkist við veðandlag auk þess sem þess var krafist að skuldir skyldu fyrnast á 5 árum[38].

30. desember 2009[breyta | breyta frumkóða]

Milli 70 og 80 manns komu saman á Austurvelli til að mótmæla Icesave-samkomulaginu. Ekki kom til átaka, en mótmælin stóðu yfir fram á kvöld. Bílflautur voru stanslaust þeyttar og reglulega var skotið upp flugeldum. Jafnframt var kveiktur eldur sem lögreglan slökkti í. Lögreglan viðhélt lágmarksviðbúnaði vegna mótmælanna[39].

Skipulögð mótmæli á Íslandi á árinu 2010[breyta | breyta frumkóða]

2. janúar 2010[breyta | breyta frumkóða]

Hátt í þúsund manns mótmæltu á Bessastöðum vegna Icesave laganna. Ólafur Ragnar Grímsson var krafinn til þess að synja nýsamþykktum Icesave lögum á Alþingi.[40]

22. janúar 2010[breyta | breyta frumkóða]

Um 200-300 manns mættu á úti­fund á Aust­ur­velli í dag. Að fund­in­um stóðu Nýtt Ísland og Hags­muna­sam­tök heim­il­anna. Yf­ir­skrift fund­ar­ins var „Spill­ing­una burt.“[41]

11. febrúar 2010[breyta | breyta frumkóða]

Á sjötta hundrað manns var mætt til fundar við Heilbrigðisstofnunina á Sauðárkróki í gær þar sem mótmælt var gríðarlegum niðurskurði á framlögum ríkisins til stofnunarinnar.[42]

9. mars 2010[breyta | breyta frumkóða]

Lögreglumenn mótmæla við Karphúsið til að sýna samninganefnd sinni stuðning vegna gerð kjarasamninga við lögreglumenn.[43]

12. apríl 2010[breyta | breyta frumkóða]

Mótmælendur komu saman við Alþingishúsið á Austurvelli í almennum mótmælum. [44]

31. maí 2010[breyta | breyta frumkóða]

Lögreglumenn mótmæla því að ekki sé búið að semja við þá um kaup og kjör. Mótmælin voru á Austurvelli.[45]

6. júní 2010[breyta | breyta frumkóða]

Mótmælendur boðuðu til áframhaldandi mótmæla við stjórnarráðið og Seðlabanka Íslands til að mótmæla því að vextir gengislána miðuðust við Seðlabankavexti í stað þeirra samningsvaxta sem téð lán tilheyrðu við lántöku. Til smávægilegar pústra kom milli mótmælenda og lögreglu við Seðlabankann tveimur dögum áður.[46] Um 500 manns mættu í skipulögð mótmæli við Seðlabankann.[47]

13. júlí 2010[breyta | breyta frumkóða]

Um 50 mótmælendur mættu við skrifstofu Alþjóðagjaldeyrissjóðinn á Hverfisgötu. Þar börðu þeir á búsáhöld og blés í lúðra. Einn mótmælandi var handtekinn vegna eignarspjalla þegar hann skvetti málningu á húsnæði AGS.[48]

1. október 2010[breyta | breyta frumkóða]

Þingmenn voru grýttir þegar þeir gengu til guðsþjónustu við setningu Alþingis. Mörg hundruð mótmælendur voru á Austurvelli að mótmæla aðgerðum ríkisstjórnarinnar og störfum Alþingis. Rúður voru brotnar í Dómkirkjunni. Var lögreglan með mikinn viðbúnað[49].

1. október 2010[breyta | breyta frumkóða]

Ráðist var inn í Landsbankann við Austurstræti. Einn mótmælandi var handtekinn af lögreglu. Var þetta hluti af mun stærri mótmælum sem voru í gangi á Austurvelli á samatíma.[50] Fjölmenn mótmæli voru einnig samdægurs á Austurvelli vegna setningu Alþingis. Voru alþingismenn grýttir þegar þeir gengu til Dómkirkjunnar og einnig þegar þeir gengu til baka í Alþingishúsið. [51]

4. október 2010[breyta | breyta frumkóða]

Ein fjölmennstu mótmæli í sögu Íslands voru þennan dag. Var Lögreglan með mikinn viðbúnað og fjölmenni. Mótmælt var harðlega á Austurvelli þar sem mótmælendur hentu flugeldum að lögreglu og börðu áhöld. Lögregla telur að hátt í 5.000 manns hafi verið á Austurvelli. Voru kveiktir eldar og mikill hávaði framkallaður[52]. Mótmælendur voru að mótmæla sitjandi ríkisstjórn og aðgerðum hennar [53].Mótmælin voru á sama tíma og stefnuræðu forsætiráðherra Jóhönnu Sigurðardóttur sem var flutt á Alþingi.U.þ.b. tuttugu og fimm manns mættu á Silfurtorgið á Ísafirði til samstöðumótmæla með þeim mótmælendum sem stóðu fyrir framan Alþingishúsið.[54]

6. október 2010[breyta | breyta frumkóða]

Þrír dagur mótmæla vegna efnahagsörðugleika heimilana og tveggja ára frá falli Glitnis. Hátt í tvö hundruð mótmælendur mættu á Austurvöll og börðu tunnur. Mótmælin fóru að mestu friðsamlega fram.[55]

11. október 2010[breyta | breyta frumkóða]

Mótmæli heimamanna á Sauðárkróki og Selfossi vegna niðurskurðar á fjármunum til heilbrigðisstofnanna á landsbyggðinni. [56]

11. nóvember 2010[breyta | breyta frumkóða]

Friðsöm mótmæli á Austurvelli. Sunnlendingar mótmæltu á Austurvelli niðurskurði á heilbrigðisþjónustu. [57]

17. nóvember 2010[breyta | breyta frumkóða]

Sam­band ís­lenskra fram­halds­skóla­nema var með mótmæli á Aust­ur­velli þar sem niður­skurði í mennta­mál­um var mót­mælt.[58]

8. desember 2010[breyta | breyta frumkóða]

Mótmæli á pöllum Alþingis. Mótmælendur voru að sýna samstöðu með nímenningunum, þar sem tvö ár voru liðinn frá handtöku þeirra.[59]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

 1. „Geymd eintak“. Afrit af upprunalegu geymt þann 3. febrúar 2009. Sótt 9. mars 2017.
 2. http://www.dv.is/frettir/2009/1/31/motmaelafundir-i-dag/[óvirkur tengill]
 3. http://raddirfolksins.info/?m=200901
 4. http://www.mbl.is/frettir/innlent/2009/02/07/thyskir_sparifjareigendur_i_hopi_motmaelenda/
 5. http://www.mbl.is/frettir/innlent/2009/02/14/motmaeli_a_austurvelli_i_19_sinn/
 6. „Geymd eintak“. Afrit af upprunalegu geymt þann 24. febrúar 2009. Sótt 9. mars 2017.
 7. http://marinogn.blog.is/blog/marinogn/entry/810030/
 8. http://www.mbl.is/frettir/innlent/2009/02/22/fridsaelt_a_laekjartorgi/
 9. http://www.mbl.is/frettir/innlent/2009/02/28/motmaelafundur_a_austurvelli/
 10. http://www.mbl.is/frettir/innlent/2009/03/07/a_thridja_hundrad_a_austurvelli/
 11. http://www.visir.is/article/20090306/FRETTIR01/193947116
 12. http://larahanna.blog.is/blog/larahanna/entry/830295/
 13. http://www.mbl.is/frettir/innlent/2009/04/15/haelisleitendur_motmaela/
 14. http://www.mbl.is/frettir/innlent/2009/04/15/logregla_rymir_vatnsstig_4/
 15. http://www.mbl.is/frettir/innlent/2009/08/07/logregla_stuggadi_burt_hustokufolki/
 16. http://www.mbl.is/frettir/innlent/2009/04/15/motmaela_vid_logreglustodina/
 17. http://www.mbl.is/frettir/innlent/2009/06/08/motmaeli_bodud_a_austurvelli/
 18. http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=291294&pageId=4275459&lang=is&q=Icesave%20M%D3TM%C6LI%20Icesave
 19. http://www.mbl.is/frettir/innlent/2009/06/11/aetla_ad_sofa_i_tjoldunum/
 20. http://www.mbl.is/frettir/innlent/2009/06/13/motmaeli_vegna_icesave/
 21. http://www.mbl.is/frettir/innlent/2009/06/13/famenn_icesave_motmaeli/
 22. http://www.mbl.is/frettir/innlent/2009/06/18/frammikoll_undir_raedu_radherra/
 23. http://www.mbl.is/frettir/innlent/2009/06/17/motmaeli_a_austurvelli/
 24. http://www.mbl.is/frettir/innlent/2009/06/19/boda_motmaeli_a_akureyri/
 25. http://www.visir.is/raddir-folksins-a-austurvelli-i-dag/article/2009495068878
 26. http://www.visir.is/fleiri-en-300-manns-a-motmaelum/article/2009882846902
 27. http://andreaolafs.blog.is/blog/andreaolafs/entry/900454/
 28. http://larahanna.blog.is/blog/larahanna/entry/900581/
 29. http://www.mbl.is/frettir/innlent/2009/06/27/nokkur_fjoldi_a_austurvelli/
 30. http://www.mbl.is/frettir/innlent/2009/07/23/motmaeli_gegn_icesave_a_austurvelli/
 31. http://www.mbl.is/frettir/innlent/2009/08/07/sparkad_i_hofud_logreglumanns/
 32. http://www.mbl.is/frettir/innlent/2009/08/07/motmaeli_vid_logreglustodina/
 33. http://www.mbl.is/frettir/innlent/2009/08/13/motmaeli_a_austurvelli/
 34. http://www.visir.is/k/vtv169140d0-f462-4918-a988-d32d13e2ecc0
 35. http://www.mbl.is/frettir/innlent/2009/08/24/motmaeli_i_helguvik/
 36. http://www.mbl.is/frettir/innlent/2009/10/19/motmaeli_vegna_icesave/
 37. http://www.mbl.is/frettir/innlent/2009/11/19/icesave_motmaelt_a_laugardaginn/
 38. http://www.mbl.is/frettir/innlent/2009/12/12/motmaeli_bodud_a_austurvelli/
 39. http://www.mbl.is/frettir/innlent/2009/12/30/motmaeli_a_austurvelli/
 40. http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=323547&pageId=5066213&lang=is&q=M%D3TM%C6LI%20Bessast%F6%F0um
 41. http://www.mbl.is/frettir/innlent/2010/01/23/200_300_a_utifundi/
 42. http://www.mbl.is/frettir/innlent/2010/02/12/nidurskurdi_motmaelt_nyrdra/
 43. http://www.mbl.is/frettir/innlent/2010/03/09/kunna_logreglumenn_ad_motmaela/
 44. http://www.mbl.is/frettir/innlent/2010/04/12/motmaeli_vid_althingishusid/
 45. http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=338230&pageId=5323300&lang=is&q=Al%FEingi
 46. http://www.mbl.is/frettir/innlent/2010/07/06/afram_motmaelt_i_fyrramalid/
 47. http://www.mbl.is/frettir/innlent/2010/07/06/motmaelt_a_ny_vid_sedlabankann/
 48. http://www.mbl.is/frettir/innlent/2010/07/13/handtekinn_eftir_motmaeli/
 49. http://www.mbl.is/frettir/innlent/2010/10/01/eggjum_rigndi_yfir_thingmenn/
 50. http://www.mbl.is/frettir/innlent/2010/10/01/redist_inn_i_landsbankann/
 51. http://www.mbl.is/frettir/innlent/2010/10/01/havaer_motmaeli_vid_thinghusid/
 52. http://www.mbl.is/frettir/innlent/2010/10/04/metfjoldi_a_austurvelli/
 53. http://www.mbl.is/frettir/innlent/2010/10/04/metfjoldi_a_austurvelli/
 54. http://www.mbl.is/frettir/innlent/2010/10/04/fridsom_motmaeli_a_isafirdi/
 55. http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=339264&pageId=5339381&lang=is&q=Al%FEingi%20m%F3tm%E6lendur
 56. http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=339275&pageId=5339597&lang=is&q=m%F3tm%E6lendur
 57. http://www.mbl.is/frettir/innlent/2010/11/11/sunnlendingar_fjolmenna_a_fund/
 58. http://www.mbl.is/frettir/innlent/2010/11/17/framhaldsskolanemar_boda_motmaeli/
 59. http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=339618&pageId=5343471&lang=is&q=l%F6gregla