Lárus Welding
Lárus Welding (f. 1976) er íslenskur viðskiptafræðingur og fyrrverandi forstjóri Glitnis. Hann tók við starfi sem forstjóri Glitnis vorið 2007 en hafði verið framkvæmdastjóri Landsbanka Íslands í London frá 2003. Lárus tók við af Bjarna Ármannssyni. Lárus Welding er viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands, löggiltur verðbréfamiðlari og með próf í fjármálum frá UK Securities Institute í Bretlandi. Lárus starfaði hjá JHR endurskoðunarskrifstofu 1997-1999, hjá Seðlabanka Íslands 1998 og Fjárfestingabanka atvinnulífsins, FBA, síðar Íslandsbanka-FBA, árin 1999-2003.
Málsókn Glitnis banka
[breyta | breyta frumkóða]Þann 11. maí 2010 var málsókn Glitnis banka á hendur Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, Þorsteini Jónssyni, Jóni Sigurðssyni, Lárusi Welding, Pálma Haraldssyni, Hannesi Smárasyni og Ingibjörgu Stefaníu Pálmadóttur þingfest fyrir rétti í New York-fylki, þar sem þau eru ákærð fyrir það að „...hafa með sviksamlegum og ólöglegum hætti haft fé af bankanum sem nemur meira en tveimur milljörðum dala...“.[1] Endurskoðendafyrirtækið PricewaterhouseCoopers er einnig ákært fyrir að „...greiða fyrir og taka þátt í að dylja þau sviksamlegu viðskipti sem Jón Ásgeir og félagar komu í kring og sem að endingu leiddu til falls bankans í október 2008.“[1] Dómnum var vísað frá með því skilyrði að stefndu myndu ekki mótmæla lögsögu íslenskra dómstóla, eða aðfarahæfi þeirra erlendis.[2]
Fangelsisdómar
[breyta | breyta frumkóða]Þann 21. desember 2015 dæmdi héraðsdómur Reykjavíkur Lárus í fimm ára fangelsi fyrir umboðssvik vegna þáttar hans í Stím-málinu svokallaða. Lárus hafði verið ákærður vegna lána sem eignarhaldsfélagið Stím hlaut til að kaupa hlutafé í Glitni og FL Group. Þessi hlutabréfakaup voru fjármögnuð með láni frá Glitni og hlutabréfin sjálf voru eina veðið.[3]
Hæstiréttur Íslands ógilti síðar dóm héraðsdóms vegna vanhæfni eins dómaranna sem fóru með málið. Málinu var því vísað aftur til héraðs en þegar dæmt var í málinu á ný tveimur árum eftir upphaflega dóminn var Lárus aftur dæmdur í fimm ára fangelsi.[4][5]
Þann 26. júní 2020 dæmdi Landsréttur Lárus í fimm ára skilorðsbundið fangelsi vegna Stím-málsins eftir áfrýjun.[6]
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ 1,0 1,1 „Glitnir banki stefnir Jóni Ásgeiri Jóhannessyni og fleirum fyrir meint fjársvik og krefst bóta að jafnvirði 258 milljarða króna Jafnframt er endurskoðunarfyrirtækinu PricewaterhouseCoopers stefnt fyrir afglöp í trúnaðarstarfi og vítaverða vanrækslu“. Sótt 13. október 2010.
- ↑ Glitnismálinu vísað frá í New York
- ↑ Brynjólfur Þór Guðmundsson (21. desember 2015). „Lárus Welding í fimm ára fangelsi“. RÚV. Sótt 13. janúar 2023.
- ↑ „Lárus Welding fær fimm ára dóm í Stím-málinu“. Kjarninn. 21. desember 2017. Sótt 13. janúar 2023.
- ↑ „Allir aftur dæmdir í fangelsi í Stím-máli“. mbl.is. 21. desember 2017. Sótt 13. janúar 2023.
- ↑ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir (26. júní 2020). „Lárus Welding dæmdur í fimm ára skilorðsbundið fangelsi“. Vísir. Sótt 13. janúar 2023.
Tenglar
[breyta | breyta frumkóða]- Lárus tekur við forstjórastóli í Glitni
- Lárus Welding: „Alls ekki“ Geymt 2 desember 2008 í Wayback Machine
- Lárus Welding nýr forstjóri Glitnis
- Lárus Welding: Sveigjanleiki í kerfinu er að skila okkur sterkri stöðu Geymt 16 október 2008 í Wayback Machine
- Lárus Welding: „Sársaukafullt að grípa til ráðstafana af þessu tagi“ Geymt 25 nóvember 2010 í Wayback Machine
- Lárus Welding: Rangt að reglur hafi verið brotnar
- Lárus hreinsaði út af einkareikningi rétt eftir viðtalið í Silfri Egils; af Vísi.is 12. apríl 2010
- Með 251 milljón í laun á mánuði; af Mbl.is 12.4.2010